NATO að villast
27.1.2022 | 16:42
NATO var stofnað til að berjast gegn Moskvu-kommúnismanum, við vorum með. Bardaginn vannst jólin 1991 en NATO hélt að það væri ómissandi og hélt áfram að berjast gegn Moskvu, kommúnistalausri, og tók að leggja A-Evrópu undir sitt hernaðarbrölt.
Norðurlandakratar hafa reynst sauðtryggir stríðsmangarar fyrir NATO sem hótar nú áður rússnesku héraði, Úkraínu, innlimun í NATO, safnar liði til innrásar og sendir þangað vopn. Rússar vilja ekki láta sitt gamla hérað undir ruplarana í Brussel og Washington en elliæra kratastjórnin, sem er sest í stólana þar, skilur það ekki og segist ætla að "verja Úkraínu"!
Úkraína hefur verið hluti af Rússaveldii, sem stofnað var í Úkraínu 882, lengur en elstu menn muna. Við eyjarskeggjar fórum ekki með í NATO til að verja Úkraínu fyrir Rússum. NATO á að vera varnarsamtök Atlantshafslanda, ekki stríðsæsingabákn valdagráðugra stórvelda. Við vorum ekki með í að stofna svoleiðis félagsskap.
NATO ætti að einbeita sér að því að verja Atlantshafsþjóðirnar fyrir glæpagengjum, ofsatrúarmönnum, hælisleitendaflóðinu, hryðjuverkamönnum eða sjóræningjum. Og mögulegum hernaðarárásum, þær koma ekki frá Rússlandi. Nema bröltið í Biden og NATO flæmi Rússa í faðm Kínverja. Þá fara stríðsmangarar í felur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)