Ónýt utanríkisstefna
30.8.2021 | 13:21
Rússlandsmarkaður keypti mikið magn og greiddi gott verð. Vörur sem áður fóru til Rússlands hafa í staðinn leitað inn á markaði m.a. í Afríku þar sem ómögulegt er að fá jafn hátt verð. Á þessum sex árum hefur rússneskur sjávarútvegur styrkst töluvert og ég hugsa að það sé enginn sérstakur áhugi þar fyrir því að fá innfluttan íslenskan fisk í samkeppni við innlenda framleiðslu (Úr viðtali við Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóra Ísfélags Vestmannaeyja, Mbl.28.8.2021)
ESB kallaði sína undirsáta á fund í Brussel í mars 2014 til að samþykkja refsiaðgerðir gegn Rússum eftir að Úkraína neitaði að sækja um aðild að ESB í nóvember 2013. Rússum var kennt um. Þeir svöruðu í sömu mynt og settu viðskiptabönn á ESB og undirsáta.
En Færeyingar héldu sig fyrir utan. Þeir flytja nú út mikið af fiskafurðum til Rússlands, hin fámenna þjóð þorir að verja sína hagsmuni á meðan við látum ESB véla okkur í als kyns vitleysu eftir glas af frönsku víni.
Því verr gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman (Úr Laxdælu)
https://www.frjalstland.is/2018/06/30/esb-akvedur-utanrikisstefnu-islands/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)