NATO-hæli
22.8.2021 | 13:25
NATO ætlar að senda okkur hælisleitendur úr Múslimaheiminum. Forsætisráðherra okkar segir -"að það væri alveg skýrt að tekið yrði á móti fleiri hælisleitendum-" (Mbl 21.8.2021). NATO var árangursríkt félag sem stóð að brottrekstri kommúnista úr Austur-Evrópu. En síðustu 30 árin hefur NATO breyst í Kaldastríðssamkundu sem hefur vopnavætt smáþjóðir Austur-Evrópu, eytt stórfé í upplausnaröflin þar og rekið vaxandi stríðsæsingar gegn Rússum með aðstoð ESB. Og þegar heimskan hefur náð upp fyrir þak hefur NATO blandað sér í innanlandsmál í Múslimaheiminum.
Árangurinn af því er mannfall og hörmungar og straumur hælisleitenda til aðildarlanda NATO. Og hryðjuverkaógn. Aðildarlöndin hafa í vaxandi mæli tekið upp vinstristefnu og eru tekin að líkjast meir og meir gömlu Ráðstjórnarríkjunum sem NATO var sett til höfuðs. Eftir að leiðtogaþjóðin, Bandaríkin, leiddi niðurrifsöflin til valda í leikstýrðum kosningum haustið 2020 hefur keyrt um þverbak. Bandaríkin og NATO hafa misst tökin á stórum málum, leiðtogarnir fara undan í flæmingi. Og við Íslendingar, sem margir höfum treyst á NATO í 72 ár, stöndum nú allt í einu uppi berskjölduð í máttlitlum félagsskap stjórnað af sósíalistum og krötum og þeirra strengjabrúðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)