Af verslunarhindrunum ESB
20.5.2021 | 13:24
ENGIN FRÍVERSLUN HJÁ ESB.
Fríverslun er ekki til milli ESB og annarra landa. Þessi staðreynd er sjaldan uppi í umræðum um EES samninginn. Viðskipti ESB við önnur lönd byggist á tollamúrum og magnkvótum til verndar framleiðslu ESB landanna. Fríverslun er aðeins milli ríkja ESB, eins og nú sést berlega af fréttum af biðröðum og þungri skriffinnsku á vöruverslun milli Bretlands og ESB.
Það er sorglegt að sjá hvernig fríverslunarsamningur svokallaður, (EES samningurinn) hefur breyst í kröfu um að lög á Íslandi falli að algerri einsleitni tilskipanna ESB á sem flestum sviðum, þar sem hægt er að koma við orðum eins og "þjónustu", "neytendur" og "vöru" verður sjálfkrafa til að ESB tilskipun er tekin upp í íslensk lög. Íslensk yfirvöld reyna að fela þessa þróun með prósentureikningi og sjálfvirkri innleiðingu í íslenskt lagasafn utan aðkomu Alþingis.
Ísland er orðið fangi hugarfars miðstýringar ESB sovétsins sem verndar sig frá allri illsku frjálsrar verslunar með tolla, kvóta og tæknihindrunum. https://www.frjalstland.is/2018/01/23/afnam-verslunarhafta/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)