Harðnandi sjálfstæðisbarátta í Noregi
18.3.2021 | 16:19
Norsku samtökin Nei til EU hafa nú lagt til atlögu við norska þingið út af meintum stjórnarskrárbrotum þegar þingið samþykkti 3. orkupakka ESB. Samtökin berjast nú af auknu afli gegn því að ESB hrifsi til sín stjórn fleiri landsmála og beygi Noreg undir þjónustu við hagsmuni ESB í krafti EES.
Meðal baráttumála samtakanna gegn EES er að stöðva að erlendir aðilar geti keypt norsk fyrirtæki til að leggja þau niður. Annað er að vara við hugmyndum ESB um "heilsusamband ESB" sem samtökunum finnst ókræsilegt eftir Covid-klúðrið. Og ESA (eftirlitsstofnunin með EES-samningnum) er "búin að keyra norska leigubíla út í skurð" segja samtökin sem vöruðu stjórnvöld við afskiptum ESB.
Nei til EU unnu stórsigur 1. mars þegar Hæstiréttur Noregs vísaði 3. orkupakka ESB til dómstóla. Samtökin vilja hafna honum sem og orkupakka 4.
https://www.frjalstland.is/2021/03/15/barattan-gegn-ees-harnar-i-noregi/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)