Lokað
15.3.2021 | 13:23
ESB ræður hverjir koma til Íslands og hverjir fara. Einn vitlausasti samningur sem Ísland hefur gert er Schengensamningurinn, viðhengi við EES og fleiri valdatæki ESB. Schengen lokaði Íslandi fyrir umheiminum utan EES/ESB. Íslensk stjórnvöld geta ekki opnað fyrir smitlausa ferðamenn frá helstu ferðamannalöndum Íslands, Bandaríkjunum og Bretlandi, ráðherraráð ESB bannar það (Mbl.15.3.21).
Eitt ferðaár í viðbót þarf því að verða ónýtt hjá ferðaþjónustunni, fleiri verða að fara í þrot á Íslandi vegna ESB. Okkar hugsandi nágrannar, Bretar, Írar, Færeyingar og Grænlendingar halda sig fyrir utan Schengen. Það er nú komin full ástæða fyrir Ísland að ganga í lið með þeim og segja Ísland úr Schengen áður meiri skaði skeður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)