Er aflskortur Landsvirkjunar leikrit?
7.12.2021 | 16:28
Spilar Landsvirkjun "skammtímaskort" á almenning og stjórnvöld til að stýra hækkun á rafmagnsverði, eða hvað?
Nýir orkusamningar Landsvirkjunar síðustu ár hafa fyrst og fremst verið við Bitcon gagnaver (og í raun á kostnað orku til vöruframleiðslu eins og ylræktar) og þar með skapað orkuskort í kerfinu.
Fyrir tveimur árum var ljóst hvert stefndi.Fjögur gagnaver stórnotendur- Líkur á aflskorti 2022
Í sumar endurnýjaði Landsvirkjun samninga við gagnaver (og bætti einu gagnaveri við) og stóriðjufyrirtæki og samkvæmt Viðskiptablaðinu https://www.vb.is/skodun/landsvirkjun-ad-losna-ur-snuinni-stodu/169653/ er "Ólíklegt er að bjartsýnustu spár Landsvirkjunar um duglega hækkun raforkuverðs hafi ræst í nýgerðum samningunum."
Fyrir mánuði síðan tilkynnti Landsvirkjun um hækkun raforku í heildsölu, sem fyrst og fremst er ætluð til almennra nota (5% notenda) en ekki til stórnotenda með fasta samninga. Hver voru rökin fyrir hækkuninni? -
Verðlagning raforku á hverjum tíma fer eftir stöðunni í kerfinu hjá okkur, þ.e. framboðs- og eftirspurnarhliðin. Nú í heimsfaraldrinum var einfaldlega minni raforkunotkun og þar af leiðandi hagstæðara verð á raforku í heildsölu og skammtímasölu til stórnotenda.... það hefur verið nánast full nýting á vinnslukerfi fyrirtækisins."
ER þetta tilbúin skortur til að stýra stjórnvöldum til aðgerða og áhyggjur blaðamanns mbl.is í dag og koma fram í spurningunni;
"Gæti komið til þess að hækka þurfi verð á almenna neytendur til að spara orku? og ráðherra svarar: Við skulum bíða með að velta slíkum hlutum fyrir okkur.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/12/07/fer_gegn_stefnu_okkar_i_orku_og_loftslagsmalum/
Eða kannski löngu samið leikrit?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)