Er aflskortur Landsvirkjunar leikrit?

king-306448_960_720.pngSpilar Landsvirkjun "skammtímaskort" á almenning og stjórnvöld til að stýra hækkun á rafmagnsverði, eða hvað?

Nýir orkusamningar Landsvirkjunar síðustu ár hafa fyrst og fremst verið við Bitcon gagnaver (og í raun á kostnað orku til vöruframleiðslu eins og ylræktar) og þar með skapað orkuskort í kerfinu.

Fyrir tveimur árum var ljóst hvert stefndi.Fjögur gagnaver stórnotendur- Líkur á aflskorti 2022

Í sumar endurnýjaði Landsvirkjun samninga við gagnaver (og bætti einu gagnaveri við) og stóriðjufyrirtæki og samkvæmt Viðskiptablaðinu  https://www.vb.is/skodun/landsvirkjun-ad-losna-ur-snuinni-stodu/169653/  er "Ólíklegt er að bjartsýnustu spár Landsvirkjunar um duglega hækkun raforkuverðs hafi ræst í nýgerðum samningunum."

Fyrir mánuði síðan tilkynnti Landsvirkjun um hækkun raforku í heildsölu, sem fyrst og fremst er ætluð til almennra nota (5% notenda) en ekki til stórnotenda með fasta samninga. Hver voru rökin fyrir hækkuninni? -

„Verðlagn­ing raf­orku á hverj­um tíma fer eft­ir stöðunni í kerf­inu hjá okk­ur, þ.e. fram­boðs- og eft­ir­spurn­ar­hliðin. Nú í heims­far­aldr­in­um var ein­fald­lega minni raf­orku­notk­un og þar af leiðandi hag­stæðara verð á raf­orku í heild­sölu og skamm­tíma­sölu til stór­not­enda.... það hef­ur verið nán­ast full nýt­ing á vinnslu­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins."

ER þetta tilbúin skortur til að stýra stjórnvöldum til aðgerða og áhyggjur blaðamanns mbl.is í dag og koma fram í spurningunni;        

  "Gæti komið til þess að hækka þurfi verð á al­menna neyt­end­ur til að spara orku? og ráðherra svarar: „Við skul­um bíða með að velta slík­um hlut­um fyr­ir okk­ur.“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/12/07/fer_gegn_stefnu_okkar_i_orku_og_loftslagsmalum/

Eða kannski löngu samið leikrit? 


Bloggfærslur 7. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband