"Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stoppa"
18.12.2021 | 13:12
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stoppa Viðtal við Guðmund í Brim, sem gagnrýnir endalaust flæði ESS tilskipanna og innleiðingu 3ja OP.
Það eru ekki margir ESB sinnar í sjávarútveginum, því ESB samningurinn gaf sjávarútveginum lítið til viðbótar við tollasamning Íslands og ESB.
Árið 1973 sömdu Íslendingar um fríverslun með iðnvarning við Efnahagsbandalag Evrópu, forvera Evrópusambandsins. Í bókun 6 við þann samning var meðal annars kveðið á um fullt tollfrelsi á frystum flökum og lifur frá Íslandi, auk rækju, mjöls og lýsis.- Þessi samningur er enn í gild og íslenskar sjávarafurðir eru tollafgreiddar inn í ESB samkvæmt honum.
Eina markverða viðbótin fyrir sjávarútvegin í EES samningnum var lækkun tolla á saltfiski og ferskum fiskflökum, sem var fyrst og fremst til Bretlands og nú hefur verið samið um við Breta.
BÁBILJAN UM AÐ EES SAMNINGURINN HAFI GEFIÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI MIKIÐ ER ÁRÓÐURSBULL ESB SINNA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)