Búið af batteríinu

rafbílarvintervei-2048x1364Norðmenn og Svíar, miklar umhverfistrúarþjóðir, þurfa nú að senda björgunarsveitir til að bjarga saklausum borgurum sem voru vélaðir til að aka á rafbílum. Þegar frostið fer niðurí 7 stig minnkar drægni rafbílanna um helming. Þeir sem sitja fastir í biðröðum í kuldanum með miðstöðina á eyða fljótt af rafhlöðunum.

Á Hallandsásnum á Skáni og Tvedestrand á Ögðum þurfti að senda björgunarsveitir til að bjarga fólki úr rafbílum sem döguðu uppi í umferðaöngþveiti í kuldanum. Það þarf meiri hamfarahlýnun til að sé öruggt að nota rafbíla. https://www.document.no/2021/12/08/stromtomme-elbiler-i-trafikk-kaos-ved-tvedestrand-rode-kors-klar-til-a-hjelpe-bilister/


Bloggfærslur 11. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband