Hvert á að selja loðnuna?

beautiful-smiling-russian-girl-folk-costume-isolated-white-72009933Íslensk stjórnvöld álpuðust til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum þegar Úkraína neitaði að sækja um aðild að ESB sem Rússum var kennt um. Rússar svöruðu í sömu mynt og settu bann á ESB og leppana sem þýddi að Ísland missti risamarkað fyrir útflutningsvörur eins og loðnuafurðir. Þannig launa Íslendingar þeim sem staðið hafa með landinu frá upphafi gegnum þykkt og þunnt í vðskipta- og auðlindastríðum við gömlu stríðsþjóðir ESB. https://www.frjalstland.is/2018/06/30/esb-akvedur-utanrikisstefnu-islands/

Síldarvinnslan, eitt mikilvægasta fyrirtæki landsins, ætlar að veiða mikið af loðnu enda mestu veiðihemildir um langt skeið. En þeir selja ekkert á sinn fyrrum stóra markað, Rússland, meðan við erum með í viðskiptastríði ESB/EES gegn Rússlandi.

-"hætt er við að viðskiptabann Rússa munni bíta fast á komandi vertíð en þar hefur verið einn stærsti makaður Íslendinga fyrir frosna loðnu og miklivægur hrognamarkaður-"(forstjóri Síldarvinnslunnar)

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2021/11/27/vidskiptabann_a_russa_bitur_fast_segir_sildarvinnsl/

En Færeyingar létu ekki tæla sig í refsiaðgerðir gegn Rússum og geta nú selt loðnu, lax og reyndar hvað sem er á einn sinn stærsta markað.

Það væri líklega best að nýta loðnuna vel og leyfa Færeyingum að veiða hana, þeir standa sig alltaf og launa okkur örugglega.


Bloggfærslur 27. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband