Skítugi sannleikurinn um græna tækni

https://www.frjalstland.is/skitugi-sannleikurinn-um-graena-taekni/

SPIEGEL fjallar 30. okt. sl. á mjög gagnrýnin hátt um kapphlaupið um sérmálma sem er undirstaða rafbíla, vindmylla og annarra rafvæðingar "grænu tækninnar".

"Verið er að nýta fátæka suðurhluta jarðarinnar til að hið ríka norður geti farið yfir í sjálfbærni í umhverfismálum. Verið er að eyðileggja heilu svæðin til að tryggja auðlindir sem þarf til að framleiða vindmyllur og sólarsellur. Eru til valkostir?"

"Miklar vonir eru bundnar við að hægt sé að nota græna tækni til að bjarga loftslaginu, en sú björgun felur í sér að jörðin verði svipt dýrmætum auðlindum (á kostnað framtíðarkynslóða). Og þetta er þversögnin á bak við það sem er talið mikilvægasta verkefni hins iðnvædda heims um þessar mundir: alþjóðleg orkuskipti."

"Margir skilja ekki hversu gríðarlega mengandi framleiðsla hráefna sem græna tæknin er unnin úr í raun og veru. Hver vissi til dæmis að 77 tonn af koltvísýringi losna við framleiðslu á einu tonni af neodymium, sjaldgæfum jarðmálmi sem er notaður í vindmyllur? Til samanburðar: Jafnvel framleiðsla á einu tonni af stáli losar aðeins um 1,9 tonn af CO2."

„Einn Tesla Model S inniheldur jafn mikið af litíum og um 10.000 farsímar. Rafbíll þarf sex sinnum meira af mikilvægum hráefnum en brunavél – aðallega kopar, grafít, kóbalt og nikkel fyrir rafhlöðukerfið. Vindmylla á landi inniheldur um það bil níu sinnum fleiri af þessum efnum en gasorkuver með sambærilega afköst.“

Samkvæmt spám Alþjóða Orkumálastofnunarinnar (IEA) mun framboðið af sjaldgæfum málmum sem þarf í „grænu“ tæknina (rafbíla, vindmyllur og raflagnir) ekki nægja að anna eftirspurninni. „Græna tæknin“ er rétt að byrja og áætlað er að eftirspurn eftir slíkum málmum í rafbíla fari úr 426 þús. tonnum í 12,7 millj. tonna árið 2040 og eftirspurn á kopar (frumvinnslu) tvöfaldist á næstu 20 árum. Endurvinnsla mun eitthvað minnka þörfina á frumvinnslu, en það er langt í land.


Bloggfærslur 24. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband