Grænir málmar
23.9.2020 | 17:15
Ísland framleiðir græna málma (orð úr umhverfisguðspjöllum ESB). Þeir eru að vísu bara silfurglansandi eins og flestir málmar en léttir. Ál gerir bíla og flugvélar létt og orkusparandi, kísilmálmi er blandað í ál (10 þúsund tonn á ári hér) og hann er líka notaður í sólarpanela. Það sem gerir málmana virkilega græna er að koltvísýringur myndast við framleiðslu þeirra, eins og við flestar mannsathafnir, en hann gerir jörðina græna. En því miður er ESB að rústa framleiðslu málmanna og íslenskum iðjuverum.