Áþján EES komin á sjávarútveginn
21.9.2020 | 14:19
Þegar EES var samþykkt var lofað að sjávarútvegurinn væri undanþeginn ESB-valdinu. Það var blekking eins og við var að búast með EES. Ein ógæfulegustu lög sem komið hafa með EES eru samkeppnislög ESB, upprunalega sett 1993. Þau voru stjórnarskrárbrot og hafa staðið í vegi fyrir þróun fyrirtækja hérlendis, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtækja.
Í vor sendi Samkeppniseftirlitið frá sér "ákvörðun" um að viðskipti með eignarhlut í sjávarútvegsfyrirtæki gæti valdið skaðlegri samþjöppun. Nú hefur verðbréfafyrirtækið Arev, og Hagfræðistofnun reyndar líka, komist að því að samkeppni er meiri í sjávarútveginum en í öðrum geirum (Mbl.21.9.2020). En hvað komu viðskiptin með eignarhlutina annars samkeppnislögum ESB/EES við, átti sjávarútvegurinn ekki að vera undanþeginn EES-áþjáninni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)