Mannaflóð úr suðri

police-guarding-waiting-line-refugees-tovarnik-croatia-september-guards-september-croatia-68054256-300x221_1370520.jpgEin af aðgerðum ESB til að "sameina Evrópu", s.k. Schengensamningur sem Íslendingar ánetjuðust, var að opna landamæri og afnema vegabréfsáritanir milli aðildarlanda, einnig átti að hafa stjórn á fólksinnflutningi úr suðri inn til ESB-landa. En eins og margar "sameiningaraðgerðir" ESB hefur Schengen farið út um þúfur. Þegar mannasmyglararnir komu af stað flóði af ungum þróunarlandamönnum til Evrópu sumarið 2015 kom í ljós að Schengenkerfið dugði ekki, óþekktur fjöldi flæddi og flæðir enn stjórnlaust til og um Evrópu. Svokallaðar Dublinreglur voru til að hafa einhvern hemil á fólksflutningum. Sum lönd (Svíþjóð, Þýskaland) opnuðu í raun sín lönd, og þarmeð öll Schengenlönd, án þess að spyrja hina leyfis. Þar með opnaðist Ísland líka enda hefur ekki verið mikil stjórn á fólksflutningum milli Norðurlanda lengi. Svíþjóð og Þýskaland ráða illa við óöldina sem af hefur hlotist í sumum borgarhlutum, meira að segja sænska ríkisstjórnin, sem hefur verið stórmeistari í skinhelgi og hylmingum, hefur nú viðurkennt vandann.

Nýjustu fréttir frá ESB eru að Dublinreglurnar verði afnumdar. Schengensamningurinn er löngu ónýtur og ekki batnar það með afnámi Dublinreglnanna. Vont getur lengi versnað hjá ESB sem vill ekki að Íslendingar ráði hverjir búa á Íslandi.

https://www.frjalstland.is/2019/02/19/schengensamningurinn-longu-hruninn/


Bloggfærslur 18. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband