Blýfast

stock-photo-bureaucracy-172084331_1370100.jpgNýsköpun og atvinnufjárfestingar standa nú blýfastar í reglufargani frá ESB. Uppbyggingin, hvort sem er að nýta kalkþörungasand af sjávarbotni, koma upp virkjunum og iðnaði eða ala fisk, er föst í leyfisveitingakerfum. Ástæðan er aðallega að Ísland hefur tekið upp regluverk frá hinu staðnaða Evrópusambandi. Eftirlitsstofnanir þjóðarinnar hafa þurft að loka landið inni í síbólgnandi skriffinnskureglum ESB/EES. 

Sveitarfélögin eru líka að kikna undan EES. Þau ráða ekki við flækjustigið (sjá til dæmis reglugerð 550/2018 sem er sparðatíningur á 66 blaðsíðum sem á ekki við hérlendis). Sveitarfélögin, Samtök iðnaðarins og fleiri hafa mótmælt reglufarganinu formlega. En allt samráð er hunsað þegar EES-tilskipanir eru annars vegar. Þeim er þröngvað á landið. Stöðnunin sleppir ekki takinu fyrr en Ísland er laust úr EES.


Bloggfærslur 11. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband