Það var Svíi sem hafði vitið
21.8.2020 | 12:47
"-Árangur Svía sýnir raunkostnaðinn af okkar hrokafullu og misheppnuðu valdamönnum
Hörmuleg vanhæfni hefur að óþörfu afmáð milljarða punda úr breska hagkerfinu.
Nú vitum við það: Svíar skildu þetta að mestu rétt en breskir valdamenn herfilega rangt. Anders Tegnell, sóttavarnastjóra Svía, hefur tekist að framkvæma þrjú stórvirki: Færri dauðsföll miðað við íbúafjölda en Bretland; varðveislu grunnfrelsis og tækifæra, þar með talin starfræksla skóla; og, sem er mest undravert, efnahagssamdrátt sem er minni en helmingur af samdrættinum í Bretlandi
Okkar hortugu skrifstofublækur og "sérfræðingar" stjórnvalda ættu að skammast sín: Viðbrögð þeirra við Kórónaveiruni hafa verið ein verstu stjórnmálamistök nútímasögunnar, verri en Írak, Afganistan, fjármálakreppan, Súesmistökin og ESB gjaldeyriskerfið. Milljónir manna missa atvinnuna-"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)