Það er ESB sem gerir viðskiptasamning Íslands við Breta

euflageurope-1045334_960_720.jpgViðskiptaráðherra okkar ætlar að gera "yfirgripsmikinn fríverslunarsamning" við Breta (Mbl 16.5.2020). Gott og vel, viðleitnin er góð og árangurinn verður einhver. En Ísland verður áfram innan viðskiptamúra ESB/EES sem þýðir að viðskipti Íslands við Breta munu áfram lúta viðskiptahindrunum ESB. Í samningaviðræðum Breta við ESB sem eru í gangi krefst ESB þess að aðstaða ESB-fyrirtækja verði jöfn aðstöðu breska fyrirtækja ("level playing field" á barnaskólaensku ESB). Það þýðir að ESB vill að bresk fyrirtæki undirverpi sig regluverki ESB sem er útilokað að Bretar samþykki.

Það verður ekki núverandi utanríkisráðherra okkar sem gerir yfirgripsmikinn viðskiptasamning við Breta fyrir okkar hönd, það verður ESB. Við bara hlýðum og höldum áfram að kaupa dýrt dót með CE merki og öðrum gagnslausum stimplum meðan EES er enn í gildi en Bretar komnir í frjáls viðskipti við allan heiminn.


Bloggfærslur 16. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband