EES drekkir iðnaðinum

isal_riolki_8005_small_1359603.jpgEin helsta gjaldeyriskýr landsins, ÍSAL, ætlar að loka vegna hás orkuverðs og vanefnda á afhendingu vatnsorku. Landsvirkjun hefur selt frá sér vottorð um vatnsorkuframleiðslu til fyrirtækja í ESB sem nota þau til að ljúga um uppruna sinnar orku. Landsvirkjun þarf í staðinn að ljúga að sín orka sé kolaorka (eða kjarn- eða gasorka) sem er vanefnd við ÍSAL sem selur sitt ál sem vatnsorkuafurð. (Þetta verslunarkerfi lyga er fyrir peningaeigendur í ESB og er þáttur í blekkingaleik ESB um loftslag).

Álmarkaðurinn bætir ekki stöðuna nú í Kínaplágunni, niðurgreiðsla og offramleiðsla Kínverja heldur markaðnum í gíslingu.

Stjórn ESB á orku- iðnaðarmálum Íslands hefur leitt til okurs á raforku og brasks með loftslagsblekkingar sem kemur niður á orkukaupendum hér. Stjórnvöld standa ekki með iðnaðinum en leyfa orkukerfinu að sökkva dýpra og dýpra í reglugerðakviksyndi EES.

EES er að eyðileggja framleiðsluiðnaðinn


Bloggfærslur 8. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband