Á Tesla á þinn kostnað

guys-pushing-car-stuck-snow-600w-132741215.jpg

 Ef þú hittir Teslaeiganda biddu hann að skutla þér heim, hann er hvort sem er að keyra á þinn kostnað. Rafbílar seljast nú sem aldrei fyrr vegna þess að skattgreiðendur borga undir þá vaskinn, vörugjöld, skatta og ýmiss rekstrargjöld sem fara eiga í vegina.

Rafbílar gefa af sér mikla hættulega eiturefnamengun í framleiðslu og förgun. Þeir eru svo þungir að undan þeim kemur meira af hættulegu menguninni, rykinu, en venjulegum bílum og þeir slíta vegum meir. Venjulegir eldsneytisbílar gefa frá sér takmarkað magn af koltvísýring, gastegund sem er ekki eitruð eða loftslagsspillandi en er næring fyrir gróðurinn og gerir jörðina grænni. "Kolefnissporið" bætir umhverfið. Rafbílavæðingin vanhugsuð.

Á fyrstu 3 mánuðum ársins seldust 396 Teslabílar. Þetta þýðir að skattgreiðendur eru að taka á sig risafjárhæðir fyrir Teslaeigendurna. Peninga sem þarf í vegina. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2020/03/31/tesla_mest_selda_bilategundin_a_islandi_2/

Það er kominn tími til að fjármálaráðuneytið upplýsi hvað afslættir af gjöldum rafbíla og slit þeirra á vegum kosta skattgreiðendur. Og hvað kostar að hirða upp eiturefnin þegar ævintýrinu lýkur? Landsmenn þurfa að fá að vita hvað eltingaleikurinn við loftslagsblekkingar ESB kostar þá.


Bloggfærslur 1. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband