Utanríkisráðherra utan við sig.
6.2.2020 | 16:34
Utanríkisráðherra var í klukkustundar löngu viðtali í Útvarpi Sögu í gær. Slík löng viðtöl eru miklu betri en 10 mín. Kastljós RÚV sem aldrei nær niðurstöðu um nokkurt mál. Það verður að viðurkennast að erfitt er að hlusta og halda þræði svona lengi í öllum útúrsnúningum í svörum ráðherrans við einföldum spurningum fyrirspyrjanda. Líklegt er að ráðherrann fengi hausverk ef hann þyrfti að hlusta á sjálfan sig.
Í þessu viðtali kom svo vel fram ruglingsleg og afbökuð svör ráðherrans þegar hann var spurður um gang í samningum við Breta vegna BREXIT. Hann hefur hingað til haldið því fram að Ísland sé í sjálfstæðum viðræðum við Breta, en er í vandræðum að útskýra að það fari í gegnum EFTA, EN Í SAMVINNU VIÐ ESB, vegna EES samningsins, SEM SAGT, Ísland getur ekki gert samning við Breta, slíkur samningur verður aðeins AFRIT af samningi ESB við UK, vegna innri markaðar EES.
Þegar Utanríkisráðherra var spurður um innflutningsbann Rússa á íslenskan fisk vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerða ESB á Rússland, sagði hann það Rússum að kenna, þeir hefðu sett innflutningsbann á Ísland! SEM SAGT, öll vitleysan sem við tökum þátt í með ESB og kemur niður á hagsmunum Íslands er öðrum að kenna.
Utanríkiráðherra hélt því fram að ef EES samningnum yrði sagt upp væri engin önnur lausn en að ganga í ESB! Sagði gagnrýnendur EES samningsins þurfa að benda á aðrar lausnir en að ganga í ESB, ef EES samningnum yrði sagt upp!
En spyrja má ráðherrann hvort almenningur í Bretlandi hafi lagt fram lausnir um framtíðina áður en hann fékk að kjósa um BREXIT. Breskur almenningur var búinn að fá sig fullsaddann af miðstýringunni frá Brussel og kaus að fara úr ESB, þrátt fyrir að stjórnvöld, stjórnkerfið, fjármálakerfið og Seðlabanki Bretlands væru á móti því. Hann var ekki hræddur við framtíðina, né ESB eins og Utanríkisráðherra Íslands.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)