Bretar frjálsir - við sitjum eftir

london-1812935_960_720.jpgNýársdagur og Bretar verða aftur frjálsir. Þeir náðu viðskiptasamning við ESB/EES eftir mikið þjark. Fiskimennirnir voru sviknir og samningurinn er opinn á mörgum sviðum, barátta Breta við ESB heldur því áfram.

"Velkomin til framtíðarinnar og samningsumleitana án enda - tíu blaðsíður í samningnum eru um fjöldann af sameiginlegum nefndum, ráðum, vinnuhópum og talbúðum með als kyns völd" (David Allen Green).

En aðalmarkmiðið náðist: Bretar hætta að lúta tilskipanavaldi og dómsvaldi ESB, þeir setja nú sín eigin lög og reglur og dæma innanlands í sínum málum.

En við jólasveinarnir á Klakanum sitjum eftir innilokaðir í kvöðum ESB/EES. Það þýðir að ESB hefur yfirstjórn á hvaða vörur frá Bretlandi má selja hér og ESB getur í krafti EES truflað samskipti okkar við Bretland. Okkar mikilvægustu viðskiptalönd (Bretland ásamt Bandaríkjunum og Rússlandi) verða frá áramótum öll utan múranna og ýmiss samskipti okkar við þau háð ESB-veldinu.

Uppvakið landvinningaveldi


Bloggfærslur 29. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband