Meiri sóun í rafbíla

pushing-3839062_960_720.pngNú á að halda áfram að henda peningum í "orkuskipti" sem ESB fyrirskipar, það á að framlengja niðurgreiðslur á rafbílum ("tengiltvinnbílum"). Milljón á bíl eða svo (Mbl 17.12.2020), tilgangslaus eyðsla skattfjár sem við þurfum í Covíðáfallið og vegina (sem eru að flosna upp af "umhverfisvænni" lífolíu).

Við sem keyrum þróaða bíla á bensíni og díselolíu þurfum að borga vask (24%) og vörugjöld eftir "koltvísýringslosun" sem ekki veldur neinum umhverfisskaða. Rafbílaeigendur fá þesssa skatta gefins frá okkur. Þeir fá líka orkuna á hálfvirði eða minna. Framleiðsla rafbíla veldur miklum "ósjálfbærum" umhverfisspjöllum auk mikillar koltvísýringslosunar. Rafbílar eru hálfu til einu tonni of þungir og ættu þess vegna að borga vegslitsgjald, rykmengunargjald og slysahættugjald. Þeir þyrftu að vera með síflautu til að vara menn og dýr við ofurþungum drekunum.

Við bilaeigendur viljum ekki endalaust borga fyrir hættulegan leikaraskap í umhverfisvernd samkvæmt EES-tilskipunum. https://www.frjalstland.is/2019/10/29/rafbilavaedingin-vanhugsud/#more-1639

Rafbílaeigendur geta sjálfir borgað það sem hlutirnir kosta eins og við. Eða hætt að slíta vegunum.

Í Ontarío í Kanada er áratugs reynsla af grænu lygunum https://greenhypocrisy.ca/ Okkar stjórnvöld geta lært af þeim í staðinn fyrir að apa alla vitleysuna eftir ESB og Sameinuðu þjóðunum.


Bloggfærslur 17. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband