Heimssýn um stjórnarskrártillögur

heimssynindex.jpgHeimssýn hefur sent Alþingi umsögn um þingmannafrumvarp um stjórnarskrá (mál 26. 151 þing). Heimssýn telur frumvarpið liðka fyrir innlimun í ESB og segir m.a.:

-"Frumvarp það sem hér er lagt fram inniheldur ákvæði um framsal ríkisvalds til erlendra aðila.- -Ljóst er að 113. grein miðar fyrst og fremst að því að auðvelda inngöngu Íslands í Evrópusambandið-"

Um EES: "-Stangist samningur á borð við EES-samninginn á við núgildandi stjórnarskrá er rétt að leysa það með því að taka viðkomandi samning til endurskoðunar eða segja honum upp, ekki að opna stjórnarskrá fyrir valdaframsali-"

Gegn þjóðarvilja: -" Ákvæði frumvarpsins um framsal valds til útlanda er til komið með einkennilegum hætti. Í undanfara starfs stjórnalgaráðs var ljóst að drjúgur meirihluti þjóðarinnar taldi, og telur enn, að standa beri vörð um fullveldi Íslands. Engu að síður var niðurstaða stjórnlagaráðs að liðka ætti verulega fyrir framsali fullveldis til Evrópusambandsins og er það tekið upp i frumvarpinu-"

https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2257553/


Bloggfærslur 20. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband