Ungt fólk í klóm auðróna

on-the-street-2713688_960_720.jpgFjárfestar og braskarar eru á fullu að kaupa upp íbúðarhúsnæði ætlað unga fólkinu, þeir ætla svo að leigja því það (á of háu verði). Útlendingar, fjárfestar á EES eins og norska Fredensborg AS, ætla að eignast þúsundir íbúða hér og leigja út. (Mbl 14.11.2020)

Máttlitlum stjórnvöldum okkar hefur mistekist að vernda unga fólkið fyrir braski og uppkaupum fjárfesta á íbúðarhúsnæði. Íbúðaverðið sprengist upp og fjölskyldurnar verða leiguliðar hjá útlendingum heima hjá sér. Lengi hefur eign landsmanna á sínu íbúðarhúsnæði gert efnhagslegt sjálfstæði fólks hérlendis traustara en almennt gerist á Norðurlöndum. En framtíðar Íslendingar eiga að vera þægir leiguliðar.

 


Bloggfærslur 14. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband