Loftslagsskrum ESB dýrkeypt
10.11.2020 | 13:06
Við erum að vakna upp við að búið er að lofa hundruðum milljarða (15 Vaðlaheiðargöngum) upp í ermina á þjóðinni í "loftslagsmálum", útblæstri koltvísýrings (Fréttablaðið 10.11.2020). Það er ekki Parísarsamkomulagið sem veldur vandræðum, fáar þjóðir geta staðið við það enda var það falskur hópsöngur yfir glösum af frönsku víni. Það sem vandanum veldur er að Ísland álpaðist til að skuldbinda sig gagnvart ESB og setja málið undir EES algerlega að óþörfu, engar alþjóðlegar skuldbindingar Íslands kröfðust þess Ísland flækt í loftslagsblekkingar ESB
Það þýðir að afætur ESB maka krókinn með brask með losunarheimildir. Það er alger óþarfi, samkvæmt Parísarsamkomulaginu hefur hver þjóð sjálfdæmi um hvernig farið er að við að draga úr koltvísýringslosun.
Fyrir Ísland er málið mjög einfalt: Ísland er heimsmethafi í framleiðslu koltvísýringslausrar orku og með vaxandi skógrækt og nægt landrými til þess. Ísland getur því með góðri samvisku dregið sig út úr "samstarfinu" við ESB í "loftslagsmálum" og farið sínar eigin leiðir. Að ausa aflafé landsmanna í gagnslaust brask- og kvaðakerfi ESB er óafsakanleg sóun fyrir þjóð sem þarf að endurreisa aðalatvinnuveg úr rústum kóvíð og safna í kóvíðskuldir landsmanna.
Skuldbindingar íslenskra stjórnvalda um losun gróðurhúsalofttegunda
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)