Atvinnulausar auðlindir

waterfall-828948_960_720.jpgUm 7,5% af raforku landsins er atvinnulaus. Lítil eftirspurn er eftir "grænni" orku sem menn hafa haldið að hægt væri að selja á uppsprengdu verði. Þegar upp er staðið er öllum sama hvort orka sé "græn" eða ekki, menn kaupa bara það ódýrasta. Kína framleiðir ódýra orku með kolum og ódýrt ál. Ísland getur ekki keppt við það nema orkuverðið sé hóflegt og stjórnvöld verji framleiðsluna eins og aðrar þjóðir gera. Ef álver lokar yrði um þriðjungur orkunnar atvinnulaus. Orkufyrirtækin koma þá skríðandi í faðm skattgreiðenda en margir þeirra verða orðnir atvinnulausir.

-"Álverið í Straumsvík er 51 árs en meðallíftími álvera er um 60 ár"- (Bjarni Bjarnason, Viðskiptamogginn 14.10.2020). 

Álverið í Straumsvík er 23 ára og yngra að stórum hluta vegna endurnýjana. Álverið mun ekki loka vegna aldurs heldur vegna of hás orkuverðs, vanrækslu stjórnvalda og umhverfiskvaða ESB/EES. Tvö kísilver standa þegar atvinnulaus, öðru var lokað með valdníðslu, hinu með úthaldsleysi og fleiru.


Bloggfærslur 14. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband