OECD kemur með óráð
16.9.2019 | 20:30
Oft koma spekingar (með titla) í heimsókn og gefa landsmönnum ráð. Oftast eru ráðin byggð á lítilli þekkingu á aðstæðum hér og ónothæf þó okkar áhrifamenn gleypi oft við þeim. OECD er ein af spekingastofnununum, góðra gjalda verð að ýmsu leyti en hefur lítið vit á Íslandi. Nú kom spekingur þaðan og sagði að ríkið ætti að selja bankana. Það gleymdist að láta hann vita að það hefur þegar verið gert. En þeir komu aftur í fangið á ríkinu eins og við mátti búast.
OECD vildi láta Ísland taka upp evru og ganga í Evrópusambandið fyrir 10 árum. Þeir vissu ekki að þjóðargjaldmiðill er Íslandi nauðsyn. Aðild að ESB er eins og allir ættu að vita núorðið ekki óskastaða neins og þyrfti að láta OECD vita af því.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2009/09/02/island_taki_upp_evru/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.9.2019 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)