Sparkað í fallinn mann

wow1072243.jpgEitt óþarfasta og dýrkeyptasta kjánastrikið sem íslensk stjórnvöld létu ESB leiða sig út í vegna EES var að lögleiða hér braskkerfi ESB með heimildir til að losa koltvísýring frá flugi og iðnaði, s.k. ETS. Ísland hafði engar alþjóðlegar skuldbindingar gert sem kröfðust þess. Engar þjóðir sem verja sína þegna gegn erlendri fjárplógsstarfsemi og valdníðslu eru með slíka bagga á flug og iðnað, það eru helst ESB og leppar þess sem leggja þá á. Enda löngu ljóst að kerfin hafa engin jákvæð áhrif á losun koltvísýrings. En við ræflarnir borgum á endanum. EES-kostnaðurinn kominn í flugmiðaverðið

Nú hefur umboðsskrifstofa ESB, Umhverfisstofnun, sektað þrotabú WOW um nærri fjóra milljarða fyrir að standa ekki skil á losunarheimildum. Slík tröllvaxin sekt vegna óþarfa sýnir að okkar stjórnkerfi er orðið ónýtt. Stjórnmálamenn okkar geta ekki stjórnað landinu og varið okkur fyrir glórulausum kvöðum sem stafa frá valdabákninu í Brussel. (Morgunblaðið 5.7.2019)


Bloggfærslur 5. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband