Furðuskrif Björns Bjarnasonar

Björn Bjarnason formaður nefndar um endurskoðun EES samningsins og fær til þess tugi milljóna króna, er fúll ef einhver gagnrýnir EES samninginn, vill ritskoðun á Moggann og sakar ritstjórn blaðsins um að breyta fyrirsögnum greina og leyfa slíka gagnrýni. 

Formanninum er ekki sjálfrátt í þessu hlutverki sínu.

-Hann hefur m.a lagt fram tillögu um að setja ákvæði inn í Stjórnarskránna sem greiðir einungis ESB tilskipunum leið í íslensk lög, það hefði verið heiðarlega að gera tillögu um inngöngu í ESB en að fara þá bakaleið.

-Á fundum með þessari endurskoðunarnefnd hafa gagnrýnendur á EES samninginn þurft að sitja undir háðsglósum hans og skömmum. Meðal annars kom hann (með fríðu föruneyti) á fund NEI TIL EU í Noregi, þar sakaði hann þau um að vera með afskipta af innanríkismálum Íslands.

-Hann fer með rangt mál æ ofan í æ þegar hann fullyrðir að Frjálst land sé einhverskonar útibú NEI til EU á Íslandi og sé málspípa þeirra. Það væri eins og að segja að Björn væri málpípa ESB á Íslandi af því að hann væri að verja innleiðingu tilskipanna Sambandsins.

-Hann skammast yfir því að neikvæð áhrif EES samningsins á viðskiptalíf þessa smáa samfélags okkar, sem þarf að bera allt báknið og speglast í vöruverði, séu upplýst. Viðskiptaráð Íslands hefur margoft kvartað yfir reglugerðarfarganinu, í þessari skýrslu; Skýrsla Viðskiptaráðs 2015 þarf ekki mikla greind til að átta sig á að samanburðurinn er við Evrópulönd Þar er beinn og óbeinn kostnaður fyrirtækja í landinu metin á 163 milljarða á ári.

Núna í síðasta mánuði birti Viðskiptaráð einnig skýrslu um sama efni, um enn íþyngjandi og vaxandi reglugerðarskóginn https://frjalstland.blog.is/admin/blog/?entry_id=2236726, þar segir m.a.:

"Óþarflega íþyngjandi innleiðing EES-reglna"

  "Of íþyngjandi reglur leiða til mikils kostnaðar á fyrirtæki sem til að mynda hamlar samkeppni og skapar aðgangshindranir á markaði."

Ekkert annað en 25 ára innleiðing tilskipanna ESB er ástæða þessa og Björn Bjarnason vill breiða yfir það með ómerkilegum upphrópunum. Með þessum fölsku fullyrðingum dæmir Björn Bjarnason sig ómarktækan og niðurstaða endurskoðunarskýrslunnar hans um EES samninginn væntanlega líka.  

https://www.bjorn.is/dagbok/furdurskrif-i-morgunbladinu?fbclid=IwAR311hDcr5YIICIAlXzFm3V9PGOo6DC7HI7Zgv1Gftc0rXAqWTb4765staU


Bloggfærslur 12. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband