Alþingi vinnur nú fyrir Brussel
11.6.2019 | 11:32
-Nú á að stimpla leyfi til að flytja inn hrátt kjöt frá ESB þrátt fyrir að læknar landsins hafi stranglega varað við sýklaburðinum.
-Nú á að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitð, Seðlabankinn lýtur íslenskum lögum en Fjármálaeftirlitið lýtur ESB-lögum og á ekki heima hjá mikilvægri íslenskri stofnun meðan ESB stjónar því.
-Það á að stimpla 3. orkupakkann svo ESB geti farið að stjórna orkukerfinu og nýta orkulindir landsins fyrir sín fyrirtæki og fjárfesta.
-það á að stofna Þjófasjóð (eða var það Þjóðarsjóður?) sem á að totta almannafé úr orkuverunum (þau eru enn að mestu í almannaeigu) svo orkan verði dýrari fyrir heimili og fyrirtæki og auðveldara verði að afsaka einkavæðingu ESB á orkuverum landsins (sjóðinn hefði Alþingi líklega notað í Icesave ef hann hefði verið til þá).
Ætli Alþingi hafi tíma til að gera eitthvað mikilvægt fyrir Ísland?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)