ESB Umsóknin enn gild!!!!
18.5.2019 | 19:47
Mjög athyglisverð grein er á mbl.is í dag Var umsóknin dregin til baka?
Niðurlag greinarinnar er:
"Miðað við það sem hér hefur verið rakið er ljóst að um samdóma álit Evrópusambandsins og utanríkisráðuneytis Íslands er að ræða þess efnis að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið, sem send var til forystumanna þess af þáverandi ríkisstjórn vinstriflokkanna sumarið 2009, hafi ekki verið dregin formlega til baka heldur hafi einungis verið gert hlé á umsóknarferlinu. Ennfremur að það er staðföst og margítrekuð afstaða Evrópusambandsins að umsóknin sé enn til staðar."
Nú bíða VG, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar að komast að í næstu kosningum og þá þarf ekkert nema eitt skeyti til að setja viðræðuferlið aftur í gang.
Það vekur athygli af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki beitt sér fyrir slíta þessu formlega, verið í stjórn síðustu 6 árin. Einhver gæti túlkað það sem svo að forystan sé í viðreisnarhug.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)