Alþingi á nú að setja orkukerfið undir ESB
8.4.2019 | 14:51
Alþingi á að samþykkja lög og þingsályktun (782 og 777) um að færa yfirstjórn orkukerfisins til ESB. Og líka lög (792) um að Ísland ákveði með sæstreng, marklaus lög meðan Ísland er í EES. Þingskjölin eru ruglandi langlokur og óþarfi að lesa nema eina af tilskipununum sem á að stimpla, 2009/72, inntakið er:
Ísland framselur stjórnvald yfir orkukerfinu til ESB, Landsreglari verður stofnun undir ESB/ACER og tekur ekki við fyrirmælum frá íslenskum stjórnvöldum.
Í tilskipuninni kemur fram:
-samþykki reglna (um rekstur flutningskerfis, netmála) færist frá ráðherra til Landsreglara-
-aðildarríkið ábyrgist sjálfstæði Landsreglara, að hann sé lagalega aðgreindur og óháður öllum opinberum aðilum, taki ekki við fyrirmælum frá neinni ríkisstofnun eða öðrum opinberum (íslenskum) aðilum-
-tilskipunin setur reglur um framleiðslu, flutning, dreifingnu og afhendingu rafmagans, þær kveða á um skipulagningu og starfsemi á sviði raforku, markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við leyfisveitingu og rekstur raforkukerfa-
Skyldur Landsreglara eru m.a.:
-að ákveða eða samþykkja gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu-
-að tyggja að flutnings- og dreifikerfisstjórar og kerfiseigendur, ásamt með eigendum raforkufyrirtækja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annarri viðeigandi löggjöf ESB-
-að fylgjst með fjárfestingu í framleiðslu-
-að fara að og framkvæma allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB-
Sjá útskýringar: https://www.frjalstland.is/
Villandi staðhæfingar utanrikis-og-atvinnuvegaráðuneyta
Yfirstjórn orkukerfisins til ESB.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)