Sprengja undir norskum iðnaði

flag-norway-national-isolated-white-45737180.jpgÍ nýrri skýrslu um afleiðingar valdatöku ESB i norska raforkukerfinu er tekið undir verstu áhyggjur andstæðinga 3. orkupakkans sem norska Stortinget samþykkti í fyrra. Alþýðusamband Noregs og samtök, s.s. Industriaksjonen, börðust gegn 3. pakkanum og vöruðu við afleiðingum. Nú er 4. pakinn á leiðinni en með houm fær orkustofnun ESB, ACER, enn aukin völd í Noregi, í trássi við lög og stjórnarskrá Noregs.

Orkusamband ESB, orkuverð og iðnaðurinn í Noregi

 

Lýðræðislegt vald Norðmanna, Stortinget, ríkisstjórnin og norskar stofnanir, munu ekki stjórna því hvernig norskri raforku verður ráðstafað í framtíðinni, hún verður aðgengileg öllum í ESB þar sem dýpkandi orkukreppa ríkir og verðin eru margfalt hærri en í Noregi. Orkan verður því að miklu leyti seld frá Noregi, orkuverð þarlendis hækkar, lífskjör almennings rýrna og mikilvægur hluti norsks iðnaðar hættir störfum

Frétt í Nationen um nýja skýrslu


Bloggfærslur 6. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband