Er hægt að gera fyrirvara við EES-tilskipanir?
14.9.2018 | 10:58
Alþingi á að stimpla EES-tilskipanir um yfirtöku ESB á stjórnvaldi yfir orkumálum Íslands í vetur: "3. orkupakkinn", sá nr. 2 hefur þegar gert mikinn usla. ESB ræður ekki við að hafa sín raforkumál í lagi heima hjá sér og ekki líkur til að betur takist til hér. Orkuverð í ESB er miklu hærra en á Íslandi. Meining ESB er að nota íslenska orku til hagsbóta fyrir allt ESB. Við erum því að lenda kylliflöt í höndunum á klaufum í orkumálastjórn. Alþingismenn sem leitað hafa þekkingar á málunum hafa áttað sig á að ESB stefnir að því að ná undir sig stjórnvaldinu yfir þjóðarauð Íslendinga. Þingmönnum hefur dottið í hug að gera fyrirvara við stimplunina (þ.e. samþykkt Alþingis) eins og Norðmenn reyndu. En fyrirvarar undirsáta ESB við tilskipunum frá ESB hafa ekki borið árangur.
Aftur á móti getur Alþingi hafnað EES-tilskipunum ef að er gáð og kjarkur safnast.
Er hægt að setja fyrirvara við 3. orkutilskipanapakka EES?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)