Kolefnisgjald á útgerðirnar gæti haft öfug áhrif

fishing-trawler-icelandic-offshore-commercial-factory-stern-32468933.jpgUmhverfismál eru í tísku hjá ESB, það er svo auðvelt að afsaka nýjar reglur um þau. Við fáum stöðugan flaum af EES- tilskipunum um minni losun, endurnýjanlegt eldsneyti o.s.frv. En því miður hefur árangurinn af öllu saman sýnt sig að vera ómælanlegur. En ESB getur afsakað meiri stjórnun og meiri skatta. Bæði almenningur og fyrirtæki fá álögur.

Sjávarútvegurinn okkar, sem eyðir stöðugt fúlgum fjár í þróun og þar með að minnka reykútblástur, fær nú á sig snarhækkað "kolefnisgjald". Stjórnvöld hér eiga erfitt með að standa með íslenskum fyrirtækjum gegn ESB en fiskiskipafloti ESB sleppur við álögurnar. Líka sá norski sem er hvað erfiðasti keppinautur íslensks sjávarútvegs. Okkar útgerðir verða greinilega að fara að halda aftur af sér við að kaupa sparneytnari og dýrari tæki ef þau ætla að borga "kolefnisgjaldið".

https://www.frjalstland.is/2018/06/04/tilskipanavald-esb-er-farid-ad-na-til-sjavarutvegsins/


Bloggfærslur 4. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband