Bretar vilja auka samstarf eftir Brexit

Viðskipti og samvinna Íslands og Bretlands hafa löng tímabil í rás tímans verið meiri og mikilvægari en við aðrar þjóðir í Evrópu þó stundum hafi hlaupið snurða á þráðinn eins og gerist hjá nágrönnum. Þau hafa haft mikil áhrif hér og eru ein ástæða þess að Ísland varð eitt mesta velsældarsamfélag heims en Bretland hefur löngum verið í fararbroddi í menningu, tækni og efnahag.

Bretland er að yfirgefa Evrópusambandið og getur þá stundað frjáls viðskipti við umheiminn, sama geta Íslendingar þegar Ísland yfirgefur EES. https://www.frjalstland.is/2018/01/23/afnam-verslunarhafta/

"...við erum sammála um að vilja halda áfram viðskiptasambandi okkar... En einnig höfum við metnað til að fara lengra, til að nýta tækifærin... Á þessu ári ætlum við að samþykkja sameiginlega framtíðarsýn sem mun auka samstarf okkar á öllum sviðum. Ísland er svo sannarlega hluti af framtíð Bretlands..."

Michael Nevin, sendiherra Bretlands, í Morgunblaðinu 18.6.2018.


Bloggfærslur 18. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband