Skattfé sólundað í Brussel
7.5.2018 | 20:35
Ísland hefur engin áhrif á tilskipanir eða valdsboð frá Brussel, við bara hlýðum.
En nú heldur utanríkisráðuneytið að við hefðum meiri áhrif ef við eyddum 200 milljónum í viðbót í "hagsmunagæslu" í Brussel(Mbl. 7.5.2018). ESB kvartar stöðugt yfir hvað við erum lengi að hlýða tilskipununum. Ástæðan fyrir því er auðvitað að okkar litla stjórnkerfi þarf að hlýða jafn miklu fargani og margfalt stærri þjóð eins og Norðmenn. Við ráðum með öðrum orðum ekki við tilskipanaflóðið en það koma um 1/2 þúsund tilskipanir árlega. Utanríkisráðuneytinu finnst það greinilega ekki mikið. En þegar orkumál, landbúnaður og sjávarútvegur verða líka komin undir ESB margfaldast tilskipanaflóðið en utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að ná orkumálum og landbúnaði undir ESB.
Hagsmunagæsla sem einhverju máli mundi skipta núna væri að stöðva tilskipanaflóðið; markviss undirbúningur að uppsögn EES-samningsins áður en fleiri atvinnuvegir lenda undir ESB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)