Erfitt að skilja tilskipanir
23.4.2018 | 13:00
Við hljótum að hafa samúð með ráðuneytunum okkar. Þau misstu mikinn hluta af sínum völdum til ESB fyrir 25 árum og hafa síðan ekki fengið að að stjórna landinu almennilega en verið í erindrekstri fyrir ESB. Afleiðingin er að þau hafa misst talsvert af sinni stjórngetu og þekkingu. Og nú hefur komið í ljós að þau eiga stundum erfitt með að skilja tilskipanirnar frá ESB.
Atvinnuvegaráðuneytið hefur látið hafa eftir sér að tilskipunin um "þriðja orkupakkann" hafi "lítil áhrif" eða að "valdheimildir séu bundnar við grunnvirki sem ná yfir landamæri".
Fyrsta skrefið í "orkupakkanum" er yfirtaka ESB á stjórnvaldi yfir rekstri orkuflutningskerfis landsins frá ráðuneytinu. ESB/ACER taka við reglusetningavaldinu. Stofnun ráðuneytisins, Orkustofnun-"orkumarkaðseftirlitið", fer líka undan stjórn ráðuneytisins og á að sjá um erindrekstur fyrir ESB og eftirlit með ESB-regluverkinu.
Í tilskipuninni stendur:
-setur sameiginlegar reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns---reglur tilskipunarinnar kveða á um starfsemi á sviði raforku, markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við leyfisveitingar og rekstur raforkukerfa-
Verkefni Orkustofnunar verða m.a.að:
-ákvarða og samþykkja - gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu-
-tryggja að flutnings-og dreifikerfisstjórar og, ef við á, kerfiseigendur, ásamt eigendum raforkuvirkja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annarri viðeigandi löggjöf ESB-
-að fara að, og framkvæma, allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB---
-að fylgjast með framkvæmd ESB-reglna sem varða hlutverk og ábyrgð flutningskerfisstjóra, birgja og viðskiptavina og annarra markaðsaðila-
https://www.frjalstland.is/mikilsverdir-orkuhagsmunir-i-hufi/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)