Sjálfstæðisflokkurinn heldur frumkvæðinu
10.4.2018 | 22:45
í stjórnmálaumræðunni um EES-samninginn sem formaðurinn hóf á Alþingi 6. febrúar. Flokkurinn hélt opinn fund um málið í dag þar sem Óli Björn Kárason reifaði álitamál um samninginn og um nýju orkutilskipun ESB ásamt með sérfræðingum í orkumálum og lögum. Nú hafa allnokkrir þingmenn tjáð sig um EES og orkutilskipunina og beiðni 13 þingmanna um úttekt á EES-samningnum verið samþykkt. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa hafnað orkutilskipuninni í stjórnmálayfirlýsingum sínum.