Framtíð EES samningsins?

Með Lissabon-sáttmálanum, sem tók gildi 2009 - hafa völd Evrópuþingsins aukist á mörgum sviðum, meðal annars í sjávarútvegs-, samgöngu- og landbúnaðarmálum. Sáttmálinn hefur haft mikil áhrif á framkvæmd lagasetningar og ákvörðunartöku sambandsins - og ekki síður valdajafnvægið innan ESB. Þessi auknu áhrif og völd Evrópuþingsins hafa gert það að verkum að æ erfiðara og flóknara er fyrir Ísland að verja hagsmuni sína gagnvart ESB í EES samningnum og það kemur niður á hagsmunum Íslands.

Til að tryggja að hagsmunir Íslands verði ekki virtir að vettugi innan ESB í upptöku gerða í EES samninginn, þarf Ísland að stórauka mannafla í öllum ráðuneytum og stofnunum, þ.e. ríkisbáknið mun bólgna út eingöngu til að koma að gerðum á fyrri stigum og innleiða þær í lög og reglugerðir. Allt þetta ferli mun reynast tímafrekara, kostnaðarsamara og flóknara í allri framkvæmd en verið hefur. Í dag er áætlað að þessi kostnaður sé árlega yfir 80 milljarðar. bjarnijonsson.blog.is

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á síðasta Landsfundi sínum að gerð yrði úttekt á EES samningnum. Þar er ekki nægilegt að slík úttekt horfi einungis til fortíðar, heldur þarf að skoða þróun allra síðust ára og horfa til framtíðar með tilliti til þróun alþjóða viðskiptasamninga.

Þegar er ljóst að Bretland hverfur úr ESB, en Bretland hefur verið stærsti markaður fyrir fiskafurðir okkar til Evrópu, og um leið verður vægi EES samningsins minna. Nýlega var gerður viðskiptasamningur á milli Kanada og ESB og þar verða tollfríðindi sjávarafurða frá Kanada ekki síðri en Ísland hefur í dag inná EES. Ekki þurfa Kanadamenn að taka á sig lagabálka ESB vegna þess viðskiptasamnings.


Bloggfærslur 28. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband