Færsluflokkur: Matur og drykkur

Að flosna upp

tomatoes-vegetables-food-frisch-53588Við erum búin að missa stjórn á landbúnaðinum. Sveitafólk Íslands flosnar upp eins og á jaðarsvæðum ESB/EES.

Hefur þú tekið eftir að matvöruverslanir hér eru alltaf fullar af innfluttu grænmeti og matvælum eins og framleidd eru hér?

Veistu að flutt eru inn niðurgreidd og undirmálsmatvæli frá ESB/EES?

Veistu að það er meiri hætta á sýklum í matvælum frá ESB/EES, jafnvel sýklalyfjaþolnum sýklum?

Veistu að matvæli frá ESB/EES innihalda meir af eiturefnum en íslensk?

Veistu að auðmenn í EES mega kaupa jarðir hér í samkeppni við Íslendinga?

Veistu hvaða þjóðir hafa besta heilsu? Svar: Litlar norrænar og fjallaþjóðir sem styrkja og vernda sinn landbúnað, Noregur, Ísland, Svíþjóð, Sviss.

Veistu að landbúnaður veitir þúsundum störf?

Veistu að afskipti, regluverk og innflutningur frá ESB/EES standa landbúnaði Íslands fyrir þrifum?

https://www.frjalstland.is/2020/05/31/endurreisn-landbunadarins-fljotvirk-efnahagsadgerd/


Sýklavandamál ESB í kjöti til Íslands

Hvernig eru varnir MATÍS við innflutningi á sýklalyfjafullum kjötvörum frá ESB og öðrum löndum?

Ónæmi hjá fólki fyrir bakteríum er að verða vandi vegna fæðuborins smits úr kjöti.

Áhyggjur vegna uppgangs sýklalyfjaónæmra bakteria bb.7.3.2018

syklagjafir

Það er löngu vitað að sýklalyfjanotkun í framleiðslu skapar heilsuvandamál hjá neytendum. Íslensk framleiðsla er í sérflokki hvað þetta varðar, samt er hvatt til innflutnings á heilsuspillandi vörum af heildsölum landsins og stjórnvöld bregðast ekki við vandanum.

Í ritstjórnargrein MBL. þann 8.3. 2018 er einnig vakin athygli á þessum vanda.

- Í vörn gegn ofurbakteríum. 

Yfirvöld þurfa að gera almenningi grein fyrir hættunni ef þau vilja koma í veg fyrir stórkostlegan heilsufarsvanda í framtíðinni hér á landi eins og er að verða víða erlendis vegna sýkjalyfja í matvælum sem mynda síðan óþol hjá neytendum gegn bakteríum.

 

 


Niðurgreiðsla ESB á búvörum.

Íslenskir ESB vinir og heildsalar halda þeim falska áróðri mjög á lofti, að flytja þurfi meira inn af kjöti frá Evrópu til "að neytendur geti notið lægra verðs". En þeir sleppa því að upplýsa neytendur um að kjötið frá Evrópu er framleitt með mikilli sýklalyfjagjöf til að halda niðri sjúkdómum í skepnunum. Jafnframt sleppa þeir því að upplýsa neytendur um að sama kjöt er stórlega niðurgreitt af styrkjakerfi ESB.

Óháðar CAP-wordlerannsóknir sýna að útflutningsverð svína-, fugla- og nautgripakjöts er niðurgreitt um 33-45% sem hefur leitt til vandamála í búgreinum þeirra landa sem þeir selja þessar afurðir til. Á sama tíma neyðir ESB viðskiptalönd sín til að setja blátt bann við niðurgreiðslu búvara og setur á þau lágmarksverð sem kemur í veg fyrir að þau geti selt þær afurðir á lægra verði en evrópskir framleiðendur á innri markaði. 

Sjá meira. https://www.frjalstland.is/styrkjakerfi ESB.pdf

 


Nýir sýklar í kjötborðið

Í sumar verður líklega hægt að fá hrátt ófryst kjöt frá Evrópusambandinu í matvöruverslununum. Með í kjötinu eru sýklar sem lítið hafa verið hér og auk þess margir nýir líka. Ef þú villt vera fullkomlega öruggur með þig og dýrin þin, og forðast kamfílóbakter, salmónellu og lyfjaþolna sýkla, gætirðu þurft að gerast grænmetisæta og senda húsdýrin þín til að hafa lokuð inni í girðingu í Hrísey.

Heilsu og atvinnu fórnað


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband