Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er löggjafavald ESB eðlisfræðilögmál?

  Tímaritið Economist líkir löggjafavaldi ESB við eðlisfræðilögmál Newton. Það sem hreyfist verði ekki stöðvað.ESB valtar yfir aðildarríki.

Það sama á við Ísland. Alþingi er stimpilpúði fyrir lagasmíði ESB á öllum sviðum samfélagsins. Það má ekki breyta einum stafkrók í tilskipunum ESB en alþingismenn láta sér það vel lynda. Ef tilskipanir ESB eru ekki teknar upp ríður refsivöndur ESA yfir bak ráðuneytanna og embættismenn. ESB-lög hrannast upp.

  20201128_EUD000_0


Peningarnir í ruslið

pexels-photo-4516243_1372557.jpgTískan í "umhverfismálum" boðar endurvinnslu sorps en eins og fleiri tískuflugur er það fávísi sem jafngildir að henda peningum út um gluggann. Flokkun og "endurvinnsla" Sorpu verður dýrari (Mbl 4.12.2020) með hverri nýrri tískudellu ættaðri úr "hringrásarhagkerfi" ESB.

Endurnýtingin eyðir auðlindum jarðar með óþörfum flutningum, rotnunarbragga sem kostar eins og höll, dýrum tækjabúnaði, eyðslu efnis og orku og kleppsvinnu við að flokka og endurnýta rusl og framleiða lélegar og hættulegar afurðir. Undantekningar eru til, endurnýting málma er bæði hagkvæm og umhverfisvæn og geta sjálfstæð fyrirtæki séð um það án þess að skattgreiðendur þurfi að blæða.

Tvær umhverfisvænar aðferðir eru til við að hringrása rusli. Í fyrsta lagi urðun, lífríki jarðvegsins brýtur ruslið niður og skilar jarðveginum jarðefnum og hauglofti og koltvísýring upp í lofthjúpinn og hringrásar þannig kolefni til gróðursins. Á stærri þéttbýlissvæðum getur verið hagkvæmt að brenna rusli og framleiða orku, með því hringrásast kolefnið líka út í loftið í formi koltvísýrings sem gerir jörðina grænni.

Reglur ESB um úrgang henta ekki fyrir Ísland


Ísland friðað

lavapexels-photo-4015185.jpgNú á að reyna að láta Alþingi setja lög um "hálendisþjóðgarð". Landnám eyðieyju úti í Dumbshafi, sem staðið hefur í 1146 ár og verið erfitt vegna kulda, verður nú stöðvað. Af frekari nýtingu auðlinda Íslands verður ekki.

-"Heimilt er að starfrækja innan Hálendisþjóðgarðs þær virkjanir og háspennulínur sem eru í rekstri við stofnun hans - aðeins má heimila nýjar virkjanir í Hálendisþjóðgarði á afmörkuðum virkjanasvæðum hafi hin nýja virkjun verið skilgreind í orkunýtingarflokki-" (samkvæmt s.k. "rammaáætlun", lög nr. 48/2011, sem voru sett að frumkvæði afturhaldsafla til þess að koma í veg fyrir nýtingu auðlinda undir yfirskini umhverfisverndar) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2575

 Ath. Búið er að umskrifa lagafrumvarpið sem er á Samráðsgáttinni og gera það ruglingslegra þannig að sem fæstir skilji og geti fett fingur út í það. Niðurstaðan er sú sama: Stöðva nýtingu hagkvæmra virkjanakosta! https://www.althingi.is/altext/pdf/151/s/0461.pdf


Fjarfundur um fullveldismál

arnarfullveldisfelagi_image.png


Nýtt mat á EES

thingvelliriceland-498295_960_720.jpgEftir áratuga yfirhylmingar og blekkingar um EES er nú loksins komið fyrir almannasjónir hlutlægt lögfræðilegt mat á framkvæmd EES-samningsins. Það er ófögur lesning um valdahrifs ESB og virðingarleysi fyrir lýðræði, fullveldi og sjálfstæði Íslands. Og undirlægjuhætti íslenskra stjórnmálamanna.

Ný sjálfstæðisbarátta


Flugvélaverksmiðja Íslands

dash1198843.jpgAlþingi ætlar að láta þróa flugvélar sem nota umhverfisvæna orku. Bombardier Q400 vélar Air Connect þyrftu 270 tonna rafhlöðu ef þær hefðu sama orkumagn og eldsneytistankar vélanna nú, hámarksþungi vélanna með farmi er 27 tonn!

Með vetni þyrfti líka þunga tanka fyrir ofurþrýsting (500-1000 loftþyngdir)sem tækju lítið af vetni en yllu geigvænlegri alsprengihættu. Græna vetnið er meir en 5 sinnum dýrara en jarðefnaeldsneytið (vetniskolefnin) sem er og verður lang besta, hagkvæmasta og umhverfisvænsta eldsneytið og til í ofgnótt. Þá sem langar að fljúga batterí- eða vetnis-drekum vantar að kynna sér einföldustu eðlislögmál.

Blekkingarherferðin um að koltvísýringur frá m.a fluvélum spilli loftslagi er farin að taka á sig skrípamyndir á Alþingi sem virðist falla fyrir hverri glópskunni af annarri frá aðilum sem ætla sér að láta almenning borga fyrir sínar firrur. Þróun flugvéla framtíðarinnar er best komin hjá öflugum flugvélaverksmiðjum og best fyrir Alþingi að setja fé landsmanna, sem þeim er trúað fyrir, í eitthvað sem vit er í.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/11/25/nyjar_velar_gjorbylti_innanlandsflugi/


Ísland selt útlendingum í bitum

hjorleifshof_i1150595.jpgEinhverjir útlendingar og þeirra íslensku meðreiðarsveinar eru búnir að kaupa Hjörleifshöfða. Ríkisstjórnin, sem er marg búin að lofa að setja skorður við uppkaupum útlendinga á landi og hlunnindum, lét Alþingi samþykkja gagnslaus lög um landakaup 29. júní í sumar leið sem banna ekki landakaup ESB-aðila, leiksýning eins og fyrri daginn þegar blekkja þarf um EES. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir nú að Hjöleifshöfði hafi ekki verið í efsta forgangsflokki þeirra jarða sem ríkinu standa til boða að festa kaup á!

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/11/24/hjorleifshofdi_ekki_i_forgangi_og_of_dyr/

Það er aumkunarvert máttleysi okkar ríkisstjórnar og löggjafa að láta ríkissjóð þurfa að kaupa land til að forða því að útlendingar leggi það undir sig. Það sem þarf er einföld lög sem banna eign útlendinga á landi og auðlindum, eins og var þegar Íslendingar settu sín lög sjálfir fyrir daga EES. En okkar máttlitlu stjórnmálamenn þora ekki að taka sjálfstæðar ákvarðanir og setja íslensk lög vegna þrælslundar gagnvart ESB/EES.

https://www.frjalstland.is/2020/11/18/esb-log-hrannast-upp/


Fjölmenningin strandar í ESB

macrongsm161dmq.jpg"Georg Soros er einn spilltasti maður heimsins" segir forsætisráðherra Ungverjalands en Soros vill að ESB þvingi Ungverjaland og Pólland til að samþykkja "opið samfélag", opin landamæri fyrir innflytjendur, þar á meðal múslima. ESB ætlar að láta löndin samþykkja  7-ára áætlun sem "hneppir þá í stofnanavæddan þrældóm" að sögn pólska dómsmálaráðherrans.

Það er nú um áratugur síðan helstu leiðtogar í ESB fóru að slá af rétthugsuninni um fjölmenninguna og viðurkenna að innflutningur framandi manna og trúarbragða væru mistök. Flest gengur hægt og illa hjá ESB en nú loks hefur einn af helstu leiðtogum ESB, Macron Frakklandsforseti, sett múslimum úrslitakosti um að gangast undir "skrá yfir lýðveldisgildi" https://www.mbl.is/mogginn/bladid/grein/1766819/?t=506050102&_t=1606065560.022306

Því miður er það meir en hálfri öld of seint og engar líkur á að múslimar hlýði öðrum gildum en sínum.  Sýndarleikur hjá leiðtogum ESB eins og venjulega. En löndum Austur-Evrópu hefur tekist best að verjast fjölmenningunni enda verið styst í ESB.


Heimssýn um stjórnarskrártillögur

heimssynindex.jpgHeimssýn hefur sent Alþingi umsögn um þingmannafrumvarp um stjórnarskrá (mál 26. 151 þing). Heimssýn telur frumvarpið liðka fyrir innlimun í ESB og segir m.a.:

-"Frumvarp það sem hér er lagt fram inniheldur ákvæði um framsal ríkisvalds til erlendra aðila.- -Ljóst er að 113. grein miðar fyrst og fremst að því að auðvelda inngöngu Íslands í Evrópusambandið-"

Um EES: "-Stangist samningur á borð við EES-samninginn á við núgildandi stjórnarskrá er rétt að leysa það með því að taka viðkomandi samning til endurskoðunar eða segja honum upp, ekki að opna stjórnarskrá fyrir valdaframsali-"

Gegn þjóðarvilja: -" Ákvæði frumvarpsins um framsal valds til útlanda er til komið með einkennilegum hætti. Í undanfara starfs stjórnalgaráðs var ljóst að drjúgur meirihluti þjóðarinnar taldi, og telur enn, að standa beri vörð um fullveldi Íslands. Engu að síður var niðurstaða stjórnlagaráðs að liðka ætti verulega fyrir framsali fullveldis til Evrópusambandsins og er það tekið upp i frumvarpinu-"

https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2257553/


Á "ég" rétt, eða "við"

Er ´"ég" eða "við",samfélag?

Það vekur athygli, sérstaklega þegar tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þ.e.  Sigríður Andersen og Brynjar fv lögmaður hafa verið hávaðasöm í mótmælum gegn sóttvarnatilskipunum.

Í málflutningi þeirra bergmálar sama hugarfarið og segir; mér er alveg sama um hvernig fer um þjóðfélagið,"Tökum þetta á hörkunni", þetta er viðhorf sjálfelskuna, "ég vill mitt frelsi, skítt með aðra". Þettdont let uor idoitsa stjórnmálaviðhorf tilheyrir fornöldinni. Öll áherslan er á "mig". Engin nefnir samfélagsábyrgð, sem erum "við".

Það hjálpar samfélaginu ekki út úr þessari stöðu og sérstaklega ekki stjórnmálaflokknum sem þau tilheyra. Viðhorf þeirra tveggja virðist vera að hefja sig á stall sjálfsmennskunnar, sérstaklega sem þingmenn og sem fv. ráðherra fyrir þjóðina á erfiðum tímum eru þau sérstaklega hjáróma almenningi.

Þau ættu fremur að sinni brýnni málum, t.d. sjálfstæðismálum þjóðarinnar. -Annars fer illa.- Þessi framsetning þingmannanna gæti flokkast undir "smjörklípu" tæknina, og er algjört ábyrðaleysi eins og sjálfvirk afgreiðsla þeirra á Alþingi gagnvart tilskipunum ESB.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband