Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

La La Land að tæmast

windmill-4550711_64040% hleðslustöðva í Kaliforníu virka ekki sagði blaðakona WSJ sem átti erfitt með að finna rafmagn á rafbílinn sem hún var á í himnaríki rafbílatískunnar. https://www.breitbart.com/tech/2023/11/15/no-juice-wsj-columnist-finds-40-of-ev-chargers-she-tried-in-la-county-were-out-of-service/?utm_source=substack&utm_medium=email

Íbúum Kaliforníu fækkar um 370.000 (eitt Ísland) á ári þrátt fyrir innflutning fólks frá Suðurameríku. Fleiri og fleiri flýja "grænu" tálsýnina sem er að eyðileggja lífsskilyrðin í draumaríkinu. Vaxandi fátækt og heimilisleysi, kostnaður nauðsynja hefur rokið upp. Og fyrirtækin fara burt með atvinnuna. Vanhæfir stjórnendur Kaliforníu eru að valda landauðn eins gjöfulasta ríkis Bandaríkjanna. https://www.heritage.org/progressivism/commentary/why-are-so-many-residents-fleeing-california

Þeir hittust í Frisco í La La Landi mistakaforsetinn og Kínaforsetinn og skiptust á loforðum um að afnema jarðeldsneyti en fara alfarið í "græna" orku svo Kína geti grætt enn meira á að selja vindmyllur, sólarpanela og rafbíla til Bandaríkjanna. Kínverjar eru að byggja fjölda kolaorkuvera, m.a. í fjarlægum löndum og láta Kanana ekki stjórna því. https://www.foxnews.com/politics/experts-raise-alarm-biden-strikes-agreement-china-shut-down-fossil-fuels

Svo lofar Kína að minnka söluna á fentanylhráefnum enda alveg eins gott að kínversku fyrirtækin láti framleiða þau í öðrum löndum og selji þaðan til Ameríku þar sem dóu um 106.000 (nærri því ein Reykjavík) 2021 af yfirskammti af eiturlyfjum, aðallega fentanyl. https://www.npr.org/2023/11/15/1212994576/biden-china-xi-san-francisco


Að flosna upp

tomatoes-vegetables-food-frisch-53588Við erum búin að missa stjórn á landbúnaðinum. Sveitafólk Íslands flosnar upp eins og á jaðarsvæðum ESB/EES.

Hefur þú tekið eftir að matvöruverslanir hér eru alltaf fullar af innfluttu grænmeti og matvælum eins og framleidd eru hér?

Veistu að flutt eru inn niðurgreidd og undirmálsmatvæli frá ESB/EES?

Veistu að það er meiri hætta á sýklum í matvælum frá ESB/EES, jafnvel sýklalyfjaþolnum sýklum?

Veistu að matvæli frá ESB/EES innihalda meir af eiturefnum en íslensk?

Veistu að auðmenn í EES mega kaupa jarðir hér í samkeppni við Íslendinga?

Veistu hvaða þjóðir hafa besta heilsu? Svar: Litlar norrænar og fjallaþjóðir sem styrkja og vernda sinn landbúnað, Noregur, Ísland, Svíþjóð, Sviss.

Veistu að landbúnaður veitir þúsundum störf?

Veistu að afskipti, regluverk og innflutningur frá ESB/EES standa landbúnaði Íslands fyrir þrifum?

https://www.frjalstland.is/2020/05/31/endurreisn-landbunadarins-fljotvirk-efnahagsadgerd/


Barnadráp

flóttastúlkaÓhugnaður barnadrápa er sýndur í sjónvarpinu daglega frá Miðjarðarhafsbotni. En það er ekki það eina. Human Rights Watch ásakar Úkraínu um fjölda brota á Ottawa samþykktinni um bann við notkun klasasprengja og jarðsprengja sem granda og limlesta almenna borgara og sérstaklega börn í þúsundatali.

Mark Hiznay segir: "-Það eru miklar sannanir fyrir að Úkraína hafi brotið Ottawa-samþykktina frá 1997-"

Það hefur verið vitað að NATO og ESB láta Úkraínustjórn nota ólögleg vopn. Það sem er sérstakt nú er að stofnun á Vesturlöndum þorir að segja sannleikanna beint út um hryðjuverk Úkraínustjórnar.

https://www.hrw.org/news/2023/06/30/ukraine-promises-inquiry-banned-landmine-use

Sjá einnig:

https://reliefweb.int/report/world/landmine-monitor-2023-enar

 


Norðurlöndum til skammar

grænlandNorðurlandaráð er orðið klappstýra stríðslandanna í NATO og ESB. Stefna ráðsins sýnir að það veit ekki hverjir eru hagsmunir Norðurlanda (Mbl.13.11.2023)

Nýr formaður segir: "-djarft að setja varnarmál í forgang-".

Það þýðir að auka á stríðsmang og hernaðarbrambolt í samstarfi við stríðsþjóðir NATO og ESB, aðallega Bandaríkin og Bretland en Þýskaland er aftur komið og þýskir skriðdrekar komnir að landamærum Rússlands eins og  á dögum Þriðja ríkisins.

"Norðrið er að stórum hluta innan landamæra Rússlands sem nú reka stríð í Úkraínu-"

Það rétta er að 54% norðurheimskautssvæðisins er rússneskt. Það voru Bandaríkin og þeirra kjölturakkar í ESB sem hófu stríðsreksturinn í Úkraínu 2013 með hernaði gegn rússneskum íbúum Úkraínu sem Rússland telur sig þurfa að verja. Blóðuga valdaránið í Úkraínu

Heimskan að reka bábiljustjórnmál loftslagssvindlaranna, stríðsstefnu hernaðarþjóða og að hatast við langstærsta norðurslóðalandið, sem hefur sýnt Norðurlöndum vinsemd frekar en stríð, er sönnun þess að Norðurlandaráð er komið langt út af sporinu og væri betra að loka því en að það vinni í að spilla nágrannasamvinnu og friði.

Samkvæmt formanninum: "Á heimskautasvæðunum er hlýnun loftslags að jafnaði fjórum sinnum hraðari en annarsstaðrar í veröldinni"!

Það rétta er að það er engin hlýnun á Norðurskautssvæðinu heldur kólnun. Þrátt fyrir vaxandi hafís halda Rússar siglingaleiðinni norðurfyrir Rússland opinni með síöflugri ísbrjótum.

Grænlendingar, sem eiga einn stærsta hlutann af norðurheimskautssvæðinu, eru orðnir leiðir á blaðrinu í Norðurlandaráði og ætla ekki að mæta nema þeir fái lýðræðislegt vægi. Grænlendingar eru ekki sömu aukvisarnir og allflestir Norðurlandaráðamenn, þeir eru eina Norðurlandaþjóðin sem hefur haft kjark til þess að segja sig úr ESB/EES og munu sem þátttakendur í Norðurlandaráði væntanlega verða til þess að blaðurklúbburinn færi sig yfir í að vinna að hagsmunum Norðurlanda en ekki að hanga aftaní vopnamöngurum  NATO og ESB.

Norðurlandaráð er orðið dindill stríðsþjóðanna og Norðurlöndum til skammar um heimsbyggðina sem er farin að þekkja "varnarmál" og "forustu" NATO og ESB-landa.


Frakki syngur

french flagpexels-photo-8350421Frakklandsforseti steig framfyrir stríðsmangarakór NATO og ESB og söng með skírum tón að Ísraelar verði að hætta að drepa börn. En tók fram að Ísrael yrði að geta varið sig.

Frakkar hafa áður sýnt sjálfstæði gagnvart stríðsmangi NATO, Bandaríkjanna og Bretlands. Þeirra merkasti stjórnmálamaður á síðustu öld, DeGaulle, dró Frakkland úr hernaðarsamstarfi NATO 1966.

Þó Macron sé enginn DeGaulle sýndi hann kjark, Frakkland hefur nú um árabil verið einn af undirsátum stríðsbáknsins í Washington og hefur upp á síðkastið tekið upp hernaðarstefnu Evrópusmabandsins sem er tilefnislaust bruðl en hvatt áfram af Bandaríkjunum sem hafa yfirstjórn á hernaði Ísraela. Einsöngsatriði Macron nú gæti auðveldað afnám hernaðarbandalagsins.

 


Í vitlausu liði

fátæktpexels-photo-8078427Evrópusambandið dregst stöðugt afturúr og dregur EES-lönd með sér. Sambandið var með 30% af heimsviðskiptunum 1980 en nú minna en 15%. Verg landsframleiðsla á mann er helmingur af því sem er í Bandaríkjunum (Mbl 7.11.2023)

Evrópusambandið byggir á miðstýringu, forræðishyggju og skriffinnskuhefð frá gömlu nýlenduveldunum. Stjórnvaldsafskipti og ofstjórn vaxa hömlulítið og valda framtaksskorti og framkvæmdalömun og er ein af meginástæðum hrörnunar ESB. En fleira kemur til:

ESB hefur í vaxandi mæli orðið fórnarlamb bábiljustefnumála frá trúarkenndum félagasamtökum: Sameiginlegur gjaldmiðill varð flestum til ógagns; Græna stefnan eykur fátækt og leggur stóra hluta efnhagslífsins að velli. Viskiptabönn hafa útilokað fyrirtæki frá hagkvæmum hráefnum og orkugjöfum. Of mikill innflutningur framandi fólks hefur valdið ófriði, óöryggi og glæpavexti. Siðmenningarleg upplausn hefur skotð rótum

Djúpstæður hernaðarandi hefur nú aftur komið upp á yfirborðið. Leiðtogar sambandsins eru að reyna að gera ESB að hernaðarbandalagi, án gilds tilefnis en í samræmi við áróður vestrænna stórfyrirtækja og ný-íhaldsins. Gamalgróin landvinningaþrá afhjúpast nú nakin með þátttöku ESB í vopnuðum árásum NATO, ný-nasista og fleiri illvirkja. Ísland hefur þvælst inn í stríðsrekstur á vegum ESB-landa vegna undirgefni við ESB og máttleysis íslenskra leiðtoga.

Í krafti EES-samningsins hefur ESB fengið vald yfir mikilvægum málum Íslands og framleiðir bæði lög og reglugerðir fyrir landið sem hamlar þróun og uppbyggingu og leggur þungar álögur á almannasjóði, fyrirtæki og einstaklinga. Afleiðingin er samskonar þróun til hrörnunar og í ESB þó efnahagshrörnunin sé ekki gengin eins langt og þar enn sem komið er. https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/

Með EES lenti Ísland í vitlausu liði og missti hluta af sínu frelsi og sjálfstæði til hins hrörnandi sambands. Meintur viðskiptalegur ávinningur, sem var mjög ýktur af þeim sem komu EES-samningnum yfir þjóðina, er nú orðinn enn meiri ímyndun en var. Frelsi lands og landsmanna til ákvarðana og athafna er forsenda uppbyggingar og efnahagsgæða. Afskipti valdabákna eins og ESB standa í vegi fyrir frjálsum athöfnum og samskiptum og hefta viðskipti við heimsbyggðina sem er grunnurinn að velsæld, ekki síst lítilla landa eins og Íslands.

 


Fallbyssufóðrið að klárast

worker-and-kolkhoz-woman-2499827_960_720Nú á 106 ára afmæli Byltingarinnar, 7. nóvember, eru hernaðarverktakar ESB og NATO í Úkraínu að verða búnir með fallbyssufóðrið. Þeir hafa þegar sólundað tveimur heilum herjum Úkraínu og rússneski herinn er nú að eyða þeim þriðja. Fluttir hafa verið inn "tæknimenn", "sjálfboðaliðar (ESB/NATO-hermenn í "fríi") og málaliðar sem rússneski herinn eyðir yfirleytt fljótt eða þeir flýja heim til sín. https://www.france24.com/en/live-news/20231104-we-re-losing-ukrainians-reel-from-war-chief-s-stalemate-warning

Nú eru uppi hugmyndir að flytja inn fallbyssufóður í magni frá æstustu Rússahöturunum, t.d. Lettlandi, Litáen og Póllandi en ekki víst að það dugi.

Yfirvofandi stórhætta er að mistakaforsetinn og hans stríðsmangarar í Washington sendi bandaríska herinn inn í Úkraínu. Það eru þegar komnir á annað hundrað þúsund bandarískir hermenn til Evrópu sem beint er gegn Rússlandi. https://www.frjalstland.is/2023/08/07/thridja-heimsstyrjoldin-undirbuin/

Þýskar skriðdrekasveitir eru á leiðinni að landamærum Rússlands í Litháen eins og 1941. https://thepressunited.com/updates/germany-to-deploy-tank-battalions-to-russian-border/

Kannske geta Palestínumenn haldið stríðsmöngurunum uppteknum meðan verið er að losna við hryðjuverkastjórnina í Kænugarði.


Vindmylluverkefni fjúka

Birdskilledbywindmills11-DSCN0086Tvö risastór vindmylluverkefni við Atlantshafsströnd Bandaríkjanna verður hætt við. Tap orkufyrirtækisins, ORSTED, er talið 5,6 milljarðar dala. Einnig eru BP og norska ríkisfyrirtækið EQUINOR að afskrifa fúlgur fjár líka vegna vindverkefnis á austurströndinni. https://www.reuters.com/business/energy/orsted-cease-development-some-us-offshore-wind-projects-2023-10-31/

Shell er líka að draga sig úr vindverkefni þar og afskrifa mikla peninga.

https://www.reuters.com/business/energy/shell-exits-us-southcoast-wind-farm-contract-agrees-pay-penalty-2023-11-02/

Kostnaði og verðbólgu er borið við en undirliggjandi er að vindmyllur eru óarðbær, dýr og léleg orkumannvirki sem þurfa ríkisstyrk auk þess að vera umhverfisspillandi. Það er mistakaforsetinn og hans hjörð sem rekur vindmylludraumórana áfram á kostnað skattgreiðenda. Vindmylluverkefnin leysast smám saman upp í fjárfestingastórslys sem enda í fangi almennings.

Vindmyllur eru lýti á landsfegurð, valda skaða á fuglalífi og öðru dýralífi á landi og við strönd, gefa frá sér heilsuspillandi bylgjur, valda hættulegum sviptivindum og hvirflum, þurfa mikið og hættuskapandi viðhald, þeyta frá sér lífshættulegum klakadrumbum og enda sem óendurvinnanleg bákn sem almannasjóðir þurfa að taka að sér. https://www.frjalstland.is/2021/10/08/vindmyllur-og-orkukreppan/


Noregur gefst upp

fáni norge-2467913_640Enn einu sinni kemur í ljós að norska stjórnkerfið er undir hæl Evrópusambandsins. Hæstiréttur Noregs lagði blessun sína yfir valdahrifs Evrópusambandsins í orkumálunum og aðildina að ACER (orkustofnun ESB), þriðja orkupakkanum sem okkar Alþingi gleypti með skít og skinni.

Það eru litlar líkur til að íslensk yfirvöld standi í lappirnar gagnvart Evrópusambandinu og EES en vonir stóðu til að þau norsku mundu gera það í þessu mikilvæga máli og vera fyrirmynd. Vonbrigðin eru því stór meðal sjálfstæðissinna. https://www.frjalstland.is/2023/11/03/uppgjof-noregs/

 


Rafbílatískan í rénun

rafbílarcar-3117778_640Bílakaupendur flestir í Bandaríkjunum vilja ekki kaupa rafbíla https://www.foxbusiness.com/markets/ev-market-next-big-flop-economis

Norðmenn eru búnir að fá nóg og bílasölurnar að fyllast af "gömlum" rafbílum (mbl 31.10.2023)

Rafbílatískan er afkvæmi ruslvísindanna um að útblástur koltvísýrings frá bílum spilli loftslaginu og barnslegum tilraunum að koma á "kolefnishlutleysi" og banni við notkun eldsneytis. Eftir meir en þriggja áratuga áróðursflaum og tilraunir til orkuskipta er æ betur að koma í ljós að "orkuskiptin" eins og þau eru rekin eru draumórar og óframkvæmanleg. https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/

Aftur á móti verða áfram eðlileg orkuskipti þar sem við á með tækniþróuninni en bestu orkugjafar bíla eru og verða fljótandi vetniskolefni.

Góðir bílar eru léttir og sparneytnir með góða mengunareyðingu en ekki niðurgreiddir hættulegir og þungir klumpar sem spæna upp malbikinu og geta fuðrað upp https://www.frjalstland.is/2023/10/16/loftslagsherferdin-topud/https://www.frjalstland.is/2023/10/16/loftslagsherferdin-topud/

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband