Þýskur her
28.8.2025 | 19:02
Þýski herinn vildi samvinnu við Ísland um varnarmál, forustumenn þjóðverja vöruðu við hættunni af Rússlandi. Forustumenn Íslands sögðu nei! Það var 1939. Þá voru ábyrgir menn í forustu landsins.
Þýski herinn vill samvinnu við Ísland um varnarmál, yfirmaður þýska heraflans varar við árás Rússlands á NATO-ríki innan fjögurra ára. Forustufólk Íslands segir já! Það er 2025! Og óábyrgt fólk í forustu Íslands.https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-06-02-yfirmadur-thyska-heraflans-varar-vid-aras-russa-a-nato-riki-innan-fjogurra-ara-445150
Sama rullan, sami stríðsæsingurinn, sömu blekkingarnar, sama lygin og sama þjóðin sem hóf síðustu heimsstyrjöld.
Evrópumál | Breytt 30.8.2025 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sótt að Landsvirkjun
25.8.2025 | 18:00
Enn eina ferðina sækja erindrekar EES, Samkeppniseftirlitið, að helsta fyrirtæki Íslendinga, Landsvirkjun, og sekta það um klámfengnar upphæðir í samræmi við samkeppnislög sem eru upprunnin í Evrópusambandinu og var smyglað í íslenskar lögbækur strax 1993 í andstöðu við landslög.
Eftirlitsstofnunin með að við hlýðum EES-samningnum (ESA) getur heldur ekki séð Landsvirkjun í friði og ætlar greinilega að halda áfram með sínum erindrekum þar til búið er að splundra fyrirtækinu og einkavæða það svo auðmagnseigendur í Evrópusambandinu geti eignast það og hirt afraksturinn af íslenskum orkuauðlindum. https://www.frjalstland.is/2025/08/25/sott-ad-landsvirkjun/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Falsfréttaburður
20.8.2025 | 14:28
Okkar unga frú forsætisráðherra þandi sig í RÚV-sjónvarpinu í gærkvöldi um að ekki væri hægt að treysta Rússum, að tuttuguþúsund Úkraínubörn væru (nauðug) í Rússlandi og að tryggja þyrfti að Rússar réðust ekki "aftur" á Úkraínu!
Þetta eru falsfréttir og stríðsáróður sem hún lepur upp eftir "viljugum þjóðum" (stríðsþjóðunum Frökkum, Þjóðverjum, Bretum). Hið sanna er að það voru ekki Rússar sem sviku, það voru Vesturlönd með stríðsþjóðirnar í broddi fylkingar sem sviku Rússland.
-NATO og Bandríkin sviku loforð um að þenja NATO ekki til austurs.
-Bandaríkin og félagar í ESB og Úkraínu frömdu blóðugt valdarán og sviku lýðræði Úkraínu.
-NATO-lönd sviku Minsk-samningana, Frakkar og Þjóðverjar voru ábyrgðarmenn.
-NATO sveik Istambul-samningana afsakað með sviðsettu hryðjuverki(Bucha)
Stóru stríðslöndin eru með sérstakar skrifstofur sem hafa það hlutverk að breiða út falsfréttir um Rússa. Íslendingar þekkja áróður Breta sem hafa stórfjölmiðilinn BBC í sinni þjónustu. Bandarískar áróðursskrifstofur hafa frá 2014 stjórnað falsfréttaflóðinu frá Úkraínustjórn.
Það er ekki í verkahring frú forsætisráðherra Íslands að bera út óhróðður og falsfréttir um eina tryggustu vinaþjóð Íslands. Talskonur Íslands verða að kynna sér staðreyndir og tala af aga og vara sig á falsáróðri Evrópusambandsins og NATO-landa. Rógburður gerir þær og Íslendinga aumkunarverða í augum meirihluta heimsbyggðarinnar, sem veit hvað stríðsþjóðir Vesturlanda eru að gera í Úkraínu, og rýrir traust á Íslandi.
Evrópumál | Breytt 21.8.2025 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tekst ESB að spilla friðarsamningi?
18.8.2025 | 15:57
Nokkrir forsprakkar Evrópusambandsins sækja nú að Bandaríkjunum að halda áfram Úrkaínustríðinu. Trump vill hætta sem eru miklar fréttir, það var Bandaríkjastjórn Barak Obama sem hóf stríðið með valdaráni (21.11.2013-25.2.2014) og hernaðarrekstri nýrrar leppstjórnar sinnar gegn rússneskum íbúum Úkraínu.
Forsetarnir sem komu á eftir Obama (Biden, Trump) héldu áfram að reka hernaðinn með Úkraínuher sem verktaka og nú gerir leppstjórnarherinn stöðugar árásir, ekki bara á Donbass heldur líka sjálft Rússland, stjórnað frá herstöð Bandaríkjanna í Wiesbaden í Þýskalandi. Og gáfnaljós Evrópusambandsins, frá stríðsþjóðunum Þýskalandi, Frakklandi og Englandi, með um 20% sina þjóða á bak við sig, vilja ólmir komast í stríð.
Rússar hafa komið upp sterkum vörnum gegn árásum leppstjórnarinnar, Trump sér að enginn ávinningur yrði af áframhaldandi stríði og vill semja frið áður en Rússar láta Úkraínustjórn leggja inn skilyrðislausa uppgjöf. Eða kjarnorkustyrjöld brýst út þegar ESB- og NATO- vitfirringarnir ráðast inn í Úkraínu.
Evrópumál | Breytt 19.8.2025 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alaskafundur
16.8.2025 | 13:39
Fundur Trumps og Putins í gær fær einkunnina 10 af 10 mögulegum hjá Trump. Evrópusambandinu, Bretum og Zelenski var ekki leyft að trufla viðræður leiðtoganna og þess vegna náðist árangur
- "mjög góð framför á leið að friði í Úkraínu - við erum frekar nálægt samningi - Úkraína verður að samþykkja hann-" sagði Trump eftir fundinn. https://www.foxnews.com/media/trump-rates-putin-summit-10-out-10-touts-very-good-progress-toward-peace
Evrópusambandið vill "vopnahlé" sem nú er komið út af dagskrá leiðtoganna enda yrði það nýtt til þess að undirbúa áframhaldandi stríð. Nú stefna leiðtogarnir á friðarsamning sem verður frambúðarlausn.
Falsfréttamiðlar Vesturlanda sögðu að enginn árangur hefði orðið af fundinum - "löng leið fyrir ekki neitt"- sagði BBC https://www.bbc.com/news/videos/c707rnvrxe2o
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vindmyllur eru mergsugur
13.8.2025 | 16:47
Orkuveita Reykjavíkur heldur að vindmyllur séu hagkvæmar! https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/08/13/or_skodar_vindmyllugard_a_nesjavallaleid/?origin=helstu
og vill reisa vindmyllur rétt við austurkant Reykjavíkur.
Ef Orkuveitan fengi kunnáttumenn (ekki ráðgjafa og erindreka vindmyllufyrirtækja frá Evrópusambandinu) til að segja sér sannleikann kæmust stjórnendur og eigendur Orkuveitunnar að því að vindmyllur eru skammlífar og óhagkvæmar; Mergsugur á almenningi! https://www.frjalstland.is/2024/04/16/vaxandi-andstada-gegn-vindmyllum-og-solorkuverum/
Rafmagnsframleiðsla vindmylla er allsstaðar á kostnað skattgreiðenda, ríkisstyrkt. Og veldur umfangsmikilli eyðileggingu á umhverfi og spillir heilsu og vellíðan. https://www.polskacanada.com/the-truth-about-wind-turbines/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.8.2025 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bomban
9.8.2025 | 18:09
Nagasaki með íbúum var jöfnuð við jörðu fyrir 80 árum. Það var Stríðsríkið sem varpaði kjarnorkusprengju á borgina. Afsökunin var að það þyrfti að enda seinni heimsstyrjöldina á Kyrrahafssvæðinu með því að láta Japan kenna á voðavopni Bandaríkjanna.
Þetta var upplogin afsökun. Ástæða þess að Japan gafst upp var að Rússarnir voru á leiðinni. Japanskir ráðamenn vildu með engu móti fá sömu útreið og Þjóðverjar https://www.fhtimes.com/stories/us-atomic-bombings-didnt-save-lives-or-end-world-war-ii,604784
Kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki voru óþarfar til þess að enda stríðið en drápu milljónarfjórðung manna.
Kjarnorkustríðið sem gæti orðið afleiðing af "stuðningi" Evrópusambandsins og Íslands við Úkraínu yrði margfalt dauðlegra. https://www.frjalstland.is/2025/04/19/staersta-ognin-vid-island/
Evrópumál | Breytt 10.8.2025 kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skemmdarverk undirbúin
4.8.2025 | 14:52
Hin heimsþekkta lygasmiðja, Greenpeace, segir að Rússar reki 192 skipa "skuggaflota" til þess að flytja út olíu framjá þvingunum Evrópusambandsins, "gömul" og hættuleg skip, meir en 15 ára og geta vadlið umhverfisslysi! https://www.greenpeace.org/static/planet4-sweden-stateless/2024/10/fb3d5709-greenpeace-shadow-fleet-baltic-tankers-list.pdf
Komandi frá grínpiss hljómar þetta eins og hótun um skemmdarverk til að valda olíuleka. Stjórnvöld NATO- og ESB-landa útvarpa samskonar hótunum og segja þörf á "varnaraðgerðum" og gætu verið að undirbúa sviðsetningu á olíuslysi í anda skemmdarverksins á Nord Stream gaslögninni sem komst fljótt upp um. Sjálfdauða heimsveldið, Bretland, er þar fremst í flokki stríðsæsinganna eins og fyrri daginn og nauðsyn fyrir Ísland að fylgjast vel með "vörnum" þeirra gegn "skuggaflotanum"!
Skuggaflotagrýlan er að sjálfsögðu hreinn stríðsáróður. Eðlilegur endingartími olíuskipa er 20-30 ár. https://vesselblenders.com/blog/how-many-years-does-an-oil-tanker-vessel-last/
En Ísland þarf að hafa augun opin, við megum ekki við einhverjum striðsleik með olíuskip á okkar hafsvæði.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjórða Ríkið
2.8.2025 | 14:40
Stofnun Fjórða Ríkisins er hafin. Það verður stríðsríki eins og Þriðja Ríkið sem hefur það eitt að markmiði að fara í stríð við Rússland. Okkar ósjálfstæðu fulltrúar eru teknar með í undirbúninginn. https://www.frjalstland.is/2025/07/17/islendingar-verda-ad-vara-sig-a-stridsaesingnum/
Þriðja Ríkið olli dauða 80 milljóna manna, það Fjórða gæti haft vinninginn upp á hundruðir milljóna manna.
Utanríkisráherra Rússlands, Sergey Lavrov sem er alinn upp við íslenskar sögur, segir að Þýskalnd ásamt með Evrópusambandinu séu að koma á fót Fjórða ríkinu. https://tass.com/politics/1996763
Móðir Lavrovs, Kalería Lavrova, var forstöðumaður í utanríkisviðskiptaráðuneytinu í Moskvu og hélt viðskiptasamstarfi Íslands og Rússlands gangandi um áratuga skeið sem bjargaði Íslandi frá efnahagsþrengingum vegna ofríkis NATO-og ESB-landa. Hún fékk íslensku fálkaorðuna árið 2006. https://olafur.forseti.is/Falkaordan/Falkaordan2006/index.html
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)