Erindrekar ESB og EES

Althingi,-framanValdið sem forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur fengið frá Evrópusambandinu hefur stigið honum til höfuðs, hann reynir nú að segja Alþingi fyrir verkum (Mbl.23.5.2025). En það var auðvitað Alþingi sem kom samkeppnislögum Evrópusambandsins yfir landið https://www.althingi.is/altext/stjt/1993.008.html einum og hálfum mánuði eftir að hafa veitt Evrópusambandinu hér löggjafarvald með EES-samningnum.

Upphlaupið núna er af því að Hæstiréttur dæmdi lagabreytingu Alþingis á búvörulögum lögmæta sem erindrekum EES/ESB fanst ekki nógu gott! (Mbl 22.5.2025)

Eins og kunnugt er hafa samkeppnislög frá ESB/EES staðið í vegi fyrir þróun fyrirtækjamarkaðar hér síðan 1993 https://www.frjalstland.is/2021/04/01/samkeppniseftirlitid-skadar-samkeppnishaefnina/

Það er umhugsunarefni af hverju dómstólar voru ekki látnir skera úr um "embættistakmörk Alþingismanna" þegar Alþingi veitti Evrópusambandinu hér löggajafarvald 12. janúar 1993 í andstöðu við bestu menn og stjórnarskrá, þeir virðast nú geta gefið út dóm um lögmæti gerða Alþingis (60. grein stjórnarskrárinnar segir að "Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda-" https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html


Nýtt stríðsbandalag

macrongsm161dmq.jpgStríðsveldi Vestur-Evrópu (Þjóðverjar, Bretar, Frakkar) hittust í lestinni til Kænugarðs, núverandi fulltrúar þeirra hafa nú myndað nýtt stríðsbandalag til þes að ráðast á Rússland. https://www.youtube.com/watch?v=-Sz6cIACfB0.

Bandaríkin hafa fyrirskipað Evrópulöndum að auka útgjöld til hermála mikið. Það er til þess að þau geti tekið við stríðsrekstrinum gegn Rússlandi. Bandaríkin hafa önnur mikilvæg verkefni sem þarf að sinna samkvæmt utanríkisráðherranum og eru hvort sem er búin að tapa Úkraínustríðinu eftir ellefu ára hernað og stjarnfræðileg útgjöld.

Ef við Íslendingar fáum ekki vitiborna fulltrúa verður Ísland fljótlega tekið í stríð austur í álfu, ekki bara með því að ausa tugum milljarða í nýnasistaklíkuna í Kænugarði eins og núverandi íslenskir ráðamenn gera, heldur með þáttöku íslenskra "hermanna" á vígvellinum.


Bandaríkin um öryggi Evrópu

Hvítahúsiðpexels-photo-129112"Stærsta ógnin sem Evrópa stendur frammi fyrir er ekki Rússland eða Kína heldur hætta innanfrá" https://www.frjalstland.is/2025/05/18/bandarikin-og-oryggi-eropu/


Falsfréttamennska

RÚVimagesRÚV getur ekki hætt að útvarpa falsfréttum og óhróðri um Rússland. Í mörg ár var Donald Trump helsti skotspónninn en þá voru Rússar líka sakaðir um að reyna að koma honm í forsetastólinn. Það hefur nú sannast að var lygaherferð. Engar sannanir, aðeins viðtöl við einhverja áróðursbelgi. Og nú segir Fals-RÚV að meira að segja Trump trúi lygum Rússa (það er lygi sem er komin beint úr lygamúlum útrunnu Selenskistjórnarinnar)

Þegar Trump afhjúpaði USAID varð uppvíst að stofnunin hafði fjármagnað lygaherferðir gen Rússlandi. Fals-RÚV lepur upp óstaðfestan óhróður frá Úkraínustjórn, Utanríkisráðuneytum Bretlands og Bandaríkjanna, Mi5, CIA, féttastofum AP, AFP, Reuters, Bloomberg eða frá CNN, NYT og BBC sem líklega á heimsmetið í lygaútvarpi. https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/b0j8im

Stórir, þekktir og vinsælir rússneskir fjölmiðlar eiga mjög stóran áhorfendahóp um heim allan þar sem herstjórn NATO-ESB hefur ekki tekist að loka þá úti. Fréttir RT, Tass, Sputnik eru virtar og oftast áreiðanlegri en fréttir vestrænna fjölmiðla þó einhverjir sakleysingjar lendi í gerfigreindaráróðri.

Útvarpsráð RÚV þarf að sjá til þess að RÚV sé miðill landsmanna en ekki áróðursútvarp ESB/NATO og þeirra erindreka hér.


Fals

pinocchio-2917652_960_720Lygar vestrænna fjölmiðla um Úkraínustríðið eiga sér engin takmörk og eru orðnar aumkunarverðar, almenningur er farinn að sjá í gegnum þær. RÚV-sjónvarp sagði í gær að Selenski hefði samþykkt að hitta Putin í Istambul https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-med-taknmalstulkun/31575/b0kfkj. Þetta er fölsun með undanskotum, það sem gerðist var að hans yfirmaður, Donald Trump, fyrirskipaði honum að mæta í Istambul! Aðrir vestrænir fjölmiðlar voru með margs konar lygaútfærslur, m.a. að Selenski hefði skorað á Putin að mæta sér.

Striðskvartett Evrópusambandsins (Macronapoleon, Freddi, Tuskan og Breta-Starmerin) hélt fund með Selenski í Kænugarði. "-alheimsleiðtogar funduðu í Kænugarði" sagði einn þekktasti falsfréttalúðurinn https://www.bbc.com/news/articles/cqj7ln2v15yo og "ákváðu" að engir fundir yrðu með Putin fyrr en 30 daga vopnahlé hefði gengið í gildi. Það hafa verið þrenn vopnahlé það sem af er ári en Úkraínustjórn hefur brotið þau mörgþúsundsinnum. 30 daga vopnahlé stríðskvartettsins er til þess að auka vopnabirgðirnar og undirbúa hryðjuverk og árásir Úkraínu á Rússland.

Fundurinn í Istambul, sem Putin gerði tillögur um, er upptaka fyrri friðarsamnings frá 2022 sem Boris Johnson bannaði Kænugarðsstjórninni að samþykkja sem hefur kostað milljónir manna líf og heilsu.


"Friður" í 80 ár

explosion-67557__480

 Berlín gafst upp fyrir her Ráðstjórnarríkjanna 2. maí, 1945, fáni þeirra var reistur á þaki Reichstag  þann dag. Foringinn hafði framið sjálfsmorð 30. apríl. Þjóðverjar skrifuðu svo undir skilyrðislausa uppgjöf fyrir Bandamönnum að kvöldi 8. maí að Berlínartíma, að morgni 9. maí að Moskvutíma.

NATO- og ESB-lönd reyna að gera lítið úr sigri Rússa á Nasistum og hóta þeim sem ætla á sigurhátíðina í Moskvu í dag. Eystrasaltssmáríkin lokuðu sínu loftrými ólöglega fyrir flugvélum þjóðhöfðingja á leið þangað. Nýnasistabullurnar í Úkraínu sögðu sigurhátíðina lögmætt skotmark en Rússar hafa stöðvað sínar hernaðaraðgerðir fram á annað kvöld en svara þó  stöðugum árásum Úkraínu sem virðir ekki vopnahléið.

En það komst ekki á neinn heimsfriður 1945. Okkar "friðelskandi bandamenn" eru manna ófriðsamastir og hafa rekið hernað og stríð stöðugt síðan, í Indókína, Mið-Austurlöndum, Afríku, Serbíu, Georgíu og síðustu 11 árin gegn Rússlandi.

Stríðselskandi leiðtogar á Vesturlöndum róa nú öllum árum að alsherjarstríði gegn Rússlandi með látlausum stríðsæsingum. Ef þeir verða ekki kveðnir niður koma þeir af stað kjarnorkustyrjöld https://www.frjalstland.is/2025/04/19/staersta-ognin-vid-island/


Að endurtaka mistök

skjaldarmerkiBankar þjóðarinnar voru afhentir bröskurum, einkavæddir á lygamáli, sá fyrsti, Útvegsbankinn (eldgamli Íslandsbanki), fyrir 35 árum, Landsbankinn og Búnaðarbankinn fyrir 25 árum. Góðir fjárfestingasjóðir lentu líka hjá bröskurum, s.s. Fiskveiðasjóður og aðrir lánasjóðir atvinnuveganna. Þeir höfðu fjármagnað uppbyggingu Íslands úr örbirgð í velsæld eins og í lygasögu.

Afsökun þáverandi stjórnvalda landsins var að "ríkið ætti ekki að vasast í rekstri", frægt heimskuraus nýfrjálshyggjupostula (sumir bestu bankar heims eru í ríkiseigu). Og endirinn á einkavæðingunni varð eins og vænta mátti að íslenska ríkið fékk bankana í fangið haustið 2008 þegar þeir höfðu spilað rassinn úr buxunum og verið settir á hausinn.

Bankar eru löggild gróðafyrirtæki, skylt að ávaxta pund innistæðueigenda. En í framkvæmd, eins og reynslan 2008 sýndi, eru einkabankarnir á ábyrgð ríkisins sem fær hræin í fangið þegar hluthafarnir og vildarvinirnir eru búnir að naga allt innan úr þeim.

Íslenskir ráðamenn hafa ekki enn þroskast upp úr bábiljum nýfrjálshyggjunnar, þeir ætla nú að "selja" Íslandsbanka. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/05/08/timasetning_solunnar_fin/ Hann á verða hreinn hlutafélagabanki sem er þó orðið nóg af í landinu nú þegar.

Þetta eru endurtekin aldafjórðungsgömul mistök.

Ríkið á auðvitað að leggja Íslandsbankahlutinn inn í Landsbankann sem á að vera 100% þjóðarbanki og stór til þess að keppa við vaxandi kraðak af einkabönkum og fjármálfyrirtækjum og geta skilað ríkissjóði alvöru arði.


Árás Rússa undirbúin

Cettafree-photo-of-ddayStarmer, forsætisráðherra Breta, undirbýr nú væntanlega árás Rússa. https://www.telegraph.co.uk/politics/2025/05/05/starmer-prepares-for-attack-by-russia/ Hann er Rússahatari eins og fyrirrennarar hans, Boris bannaði Úkraínu að semja frið 2022, Churchill undirbjó að ráðast á Rússland sumarið 1945.

Þetta eru svosem litlar fréttir, Bretar missa ekki af stríði ef þeir fá að vera með, oftast með Bandaríkjunum. Bretastjórn rekur stofnanir sem gera lítið annað en bera út lygar um Rússa og halda landsmönnum í stöðugum blekkingum. Bretar hafa tekið virkan þátt í hernaðinum gegn Rússlandi síðan valdaránið í Kænugarði og upphafi árásanna á Rússahéruðin, Donbass, vorið 2014. 

Og nú skjóta breskir hermenn breskum flugskeytum og sprengjum  á íbúa Rússlands https://www.rt.com/russia/616858-ukraine-civilian-attacks-report/. En eins og kunnugt er hafa Rússar aldrei gert Bretum nema gott, kváðu niður Nasistana fyrir þá en Bretar þakka sér það ennþá. Daglegum rekstri hernaðarins gegn Rússlandi er stjórnað frá herstöð Bandaríkjanna í Wiesbaden í Þýskalandi en breskir hermenn og sérfræðingar eru á staðnum í Úkraínu.

Starmer og flestir leiðtogar V-Evrópu eru studdir aðeins af minkandi minnihluta sinna þjóða. Leiðtogar Evrópusambandsins eru álíka innrættir og Starmer. Evrópusambandið hefur nú hafið alsherjar stríðsæsingar og stefnir að stórauknum hernaði gegn Rússlandi 2030. Stefnt er að því að Íslendingar taki þátt, mögulega til þess að gera innrás í Murmansk. Svo virðist sem núverandi íslenskir leiðtogar séu álika heimskir og leiðtogar Vestur-Evrópu og láta teyma sig á asnaeyrunum í hernað gegn einni öruggustu vinaþjóð Íslendinga.

Og þó Trump sé að reyna að stöðva stríðið gegn Rússlandi þá eru Bandaríkin að fyrirskipa Evrópulöndum að auka hernaðarútgjöld. Það er til þess að Kanarnir geti farið að sinna hernaði annars staðar og V-Evrópuleppar þeirra geti haldið áfram að rífa Rússland niður, allt í þökk heriðnaðarins og nýíhaldsins.

Illa gefnir og gerðir ráðamenn Vesturlanda geta ekki séð Rússa í friði. Þeir hafa ekki fengið frið í margar aldir fyrir stríðsmöngurum og ruplurum Vesturlanda.

 


Frelsishetja Breta

BRflag-1177326_960_720Nigel Farage, maðurinn sem frelsaði Breta úr heljargreipum Evrópusambandsins (og EES þar með), hefur nú unnið mikinn sigur í svæðiskosningum í Bretlandi. Gömlu flokkarnir guldu afhroð.

Það stefnir í að umbótaflokkur Farage, Reform UK, geti orðið næsti stjórnarflokkur Bretlands. Þetta eru gleðifregnir fyrir Breta sem hafa verið í kverkataki ráðvilltra stjórnmálamanna Íhaldsflokks og Verkamannaflokks sem hafa sturtað Bretlandi í bábiljur, orkuskort, innflytjendavanda og stríðsæsingar og sett efnahag almennings á hliðina.

https://www.telegraph.co.uk/politics/2025/05/02/eight-charts-show-scale-reform-victory/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband