Ófróðir sérfræðingar
7.4.2025 | 17:36
Broslegir sérfræðingar hrópa nú hver í kapp við annan að Trump sé að stofna til viðskiptastríðs og valda heimskreppu (þeir fleipurgjörnustu, eins og Paul Krugman, eru Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði!) Þeir skilja greinilega akki hvað forsetinn er að gera með að setja tolla á innflutning.
Stjórn hinna nýju Bandaríkja hóf að setja tolla á innflutning fljótlega eftir stofnunina 1776. Þeir voru látnir vaxa og urðu til þess að bandarísk fyrirtæki fengu að vaxa, bandarískur iðnaður tók heimsforurstu í skjóli þeirra. Með heimsstyrjöldinni síðari tóku tollarnir að lækka og hafa Bandaríkin leyft sínum skjólstæðingum að selja allt mögulegt til Bandaríkjanna án teljandi álaga síðan þó sumir þeirra hafi lagt mikla tolla á amerískar vörur. Bandarískur almenningur þurfti ekki að borga tekjuskatt að ráði fyrr en fjármagna þurfti stríðsrekstur seinni heimsstyrjaldarinnar, innflutningstollar gáfu lengi miklar tekjur til alríkisins.
Það minnkar nú gróðinn hjá bröskurunum á Wall Street, þeir gætu jafnvel farið að kaupa ríkisskuldabréf. Og vextirnir gætu lækkað sem yrði stórgróði fyrir ríkissjóð sem skuldar 36.000 miljarða dala og mokar út vaxtagreiðslum. Og svo fara að koma meiri skatttekjur af innlendum fyrirtækjum sem eru komin í skjól fyrir ódýrum innfluttum varningi.
Reynsla Ameríku af innflutningstollum er góð. Trump veit það, háværu sérfræðingarnir komast að því síðar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2025 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt hernaðarbandalag
5.4.2025 | 13:18
Frú utanríkisráðherra okkar virðist álíka illa upplýst og síðasta frúin í því embætti, hún vill nú stofna nýtt hernaðarbandalag með Evrópusambandinu til að fara í stríð við Rússa sem Evrópusambandsbullurnar segja að séu á leiðinni. Og að allir segi að Ísland sé svo ríkt að því beri skylda til að taka þátt í stríðsbandalagi Evrópusambandsins. Valdaklíka Evrópusambandsins heldur stöðuga fundi og lætur okkar ósjálfstæðu utanríkisráðfrýr mæta og samþykkja svamlið um Rússahættuna. Og aulakratarnir frá Norðurlöndum eru með og væla manna hæst. Aðalmarkmiðið nú er að spilla fyrir friðarumleitunum Trumps fyrir Úkraínu. https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/b0j8he
Ísland er þegar í hernaðarbandalagi sem heitir NATO. Ísland er þegar með varnarsamning við Bandaríkin. Sæmilega viti bornir Íslendingar spyrja sig nú hvort þörf sé á fleiri hernaðarbandalögum. Rússland hefur aldrei haft áhuga á að ráðast á Vestur-Evrópu. Kanarnir geta tekið á móti þeim ef þeir skyldu koma til okkar. Vesturevrópuaðalinn hefur ætíð dreymt um að sigra Rússland, helsti stríðsmaður V-Evrópu, Churchill, ætlaði að ráðast á Rússland strax eftir að Rússar höfðu kveðið Þjóðverjana niður vorið 1945 (ekki segja neinum, Churchill er hetja), sporgöngumenn hans dreymir um stríð við Rússland til að hefna ófaranna síðustu aldirnar.
Lygaflaumurinn frá hryðjuverkaklíkunni í Kænugarði kemst alltaf í vestræna falsfréttamiðla. Nú er lygaþvæla frá Zelensky komin vestur um árás Rússa á Kryvyi righ og sagt að Rússar hafi drepið 16 manns. Það sem gerðist var að Rússlandsher sprengdi fundarstað NATO-herforingja og drap eina 80 hermenn sem stjórna sríði Úkraínu gegn Rússlandi.
Ísland þarf að halda sig frá taugaveikluðum ESB-bullum og þeirra dauðadæmda hernaði
En það er náttúrulega sjálfsagt að hafa kerti og eldspýtur tilbúnar ef Rússarnir koma (Mbl 5.4.2025) Það gæti lika verið gott að hafa nokkrar krukkur af Ora síld, Rússarnir eru vitlausir í Íslandssíld og keyptu hestburði þegar Ísland varð ríkt, það var löngu áður en kratakraðakið á þingi hóf refsiaðgerðir gegn Rússlandi þegar lygalauparnir rógbáru landið. Rússarnir yrðu ljúfir sem lömb ef þeir fengju íslenska saltsíld.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við viljum fríverslun!
3.4.2025 | 18:41
Okkar menn í utanríkismálum gerðu nú fríverslunarsamning við eitt stærsta hagkerfi heims, Indland, í fylgd EFTA (enginn skyldleiki við Evrópusambandið eða EES) meðan Bandaríkin setja tolla á innflutning (af skiljanlegum ástæðum). Við erum líka með fríverslun við annað stórríki, Kína. Nýlega var haldin samkoma í sendiráði Kína um viðskipti og er hugur í mönnum að efla þau (sjá Morgunblaðið 3.4.2025).
Friverslunin við umheiminn er mikilvæg Íslendingum, bæði efnahagnum og ekki síst þjóðarörygginu. Það er mikil hughreysting í því að fólk í utanríkisþjónustunni vinnur vel fyrir ladið þó ráðherrar málaflokksins hafi verið að svamla í stríðsæsingum með Evrópusambandinu sem er meir og meir að líkjast sprunginni blöðru. Nú bíðum við eftir að okkar menn nái fríverslunarsamningi við Bandaríkin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barnalegir þingmenn
1.4.2025 | 14:48
Fávísir Alþingismenn ætla sér að koma af stað virkjanaframkvæmdum og einhverjir ætla sér að stöðva uppkaup útlendinga á landi. Til þess að svo megi verða, og frambúðar eðlileg uppbyggingarmenning nái fótfestu, þarf Alþingi að brjóta EES-samninginn og hleypa upp dómskerfinu sem er farið að vinna samkvæmt Brussellögum (sjá m.a. tilskipun 2014/52 og https://www.frjalstland.is/2025/03/02/leyfisveitingakerfi-ees-veldur-orkuskorti/
Að ganga hreint til verks og segja EES-samningnum upp og afnema Brussellagaflækjurnar þora þingmenn ekki að leggja til, til þess eru þeir of hræddir við Evrópusambandið. Þingmennirnir geta ekki breytt tilskipununum um umhverfismat og leyfisveitingar, eða um rétt ESB/EES-aðila til að eiga land og orkuuppsprettur á Íslandi, þær hafa þegar verið settar í lög og reglugerðir sem stöðva virkjanaframkvæmdir og heimila útlendingum að eiga land og auðlindir Íslands https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/28/villingavatn_til_skograektar/
Forsenda fyrir eðlilegri þróun er að lög og regluverk úr EES-tilskipunum verði afnumin. Til þess þarf að segja EES-samningnum upp og vinna skipulega að afnámi EES-regluverksins en setja regluverk á íslenskum forsendum. Áhrifamenn Íslands spinna blekkingarvef um EES sem er orðinn stór og ógegnsær. Þeir halda því blákalt fram að EES sé "mikilvægur" og jafnvel forseda velmegunar landsmanna og viðskipta við útlönd.
Sannleikurinn er allt annar. EES-samningurinn flutti sjálfstæði landsins til Brussel. Afleiðingarnar verða æ uggvænlegri. Nýting orkuauðlinda landsins er stöðvuð. Orkuverð þýtur upp vegna heimskulegra "orkupakka" (regluverk um orkuframleiðslu) EES. Óþarfir skriffinnar eftirlitsstofnana standa í vegi fyrir eðlilegri starfsemi.
EES er að eyðileggja innlenda fæðuframleiðslu, síðast hveitimölun. Gróðurhúsin verða orkuokrinu vegna EES-regluverksins að bráð. Verðmætar eignir þjóðarinnar komast ein af annarri í hendur ESB-aðila sem geta nú eignast og virkjað auðlindir landsins. ESB-fyrirtæki ætla að klæða landið vindmyllum sem skattgreiðendur verða látnir borga tapið af. Kostnaður landsmanna af EES er þegar kominn upp í hundruðir milljarða á ári.
Ofaná alla aðra ósvinnu er Evrópusambandið komið vel á veg með að koma af stað stórstyrjöld og ætlar að draga Ísland með í krafti EES og máttlausra ráðamanna landsins.
Evrópumál | Breytt 2.4.2025 kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)