Norsk Hydro þarf leyfi ESB til að kaupa ISAL

Talsmaður Norsk Hydro sagði (26. feb) við RÚV að félagið þyrfti samþykki valdastofnana Evrópusambandsins til að kaupa ISAL. Hvorki Ísland né Noregur eru í ESB, af hverju þarf þá leyfi frá ESB við norsk-íslenskar fjárfestingar?

Jú, það er vegna þess að bæði Noregur og Ísland samþykktu EES-samninginn sem hefur fært ESB vald yfir fjárfestingum, oft kallað samkeppnisreglur ESB.

Norsk Hydro var stofnað á dögum Einars Ben (1905), hann fékk ekki menn með sér að bygggja virkjanir og verksmiðjur hér þá en í Noregi gerðu menn það. Norsk Hydro er ennþá í meirihlutaeigu Norðmanna og eitt öflugsta fyrirtæki Norðurlanda. 

ISAL hefur verið einn helsti gjaldeyrisaflandi, launagreiðandi og iðnaðarfyrirmynd Íslendinga í hálfa öld. Það hefur verið endurnýjað í áranna rás. Norsk Hydro ætlar að halda rekstrinum áfram. Það hefur afgerandi þýðingu fyrir íslenskan efnahag og stöðugleika.


11.500 Tilskipanir ESB í íslensk lög

Hvað hefur þetta að gera í íslensk lög?

Þessar tilskipanirnar sem síðan eru samþykktar af Alþingi sem íslensk lög birtast í "EES viðbætir við stjórnartíðindi Evrópusambandsins" 

Nokkrar þeirra má sjá hjá Matvælastofnun og meðal þeirra "...vottorð um viðskipti um óflegin, stór, villt, veiðidýr."   

http://www.mast.is 

villisvin

 

 

 


Nýir sýklar í kjötborðið

Í sumar verður líklega hægt að fá hrátt ófryst kjöt frá Evrópusambandinu í matvöruverslununum. Með í kjötinu eru sýklar sem lítið hafa verið hér og auk þess margir nýir líka. Ef þú villt vera fullkomlega öruggur með þig og dýrin þin, og forðast kamfílóbakter, salmónellu og lyfjaþolna sýkla, gætirðu þurft að gerast grænmetisæta og senda húsdýrin þín til að hafa lokuð inni í girðingu í Hrísey.

Heilsu og atvinnu fórnað


Dýpkunarframkvæmdir að drukkna

Það er langt síðan landsmenn fengu að moka sandi upp úr höfninni í friði. Nú þarf að eltast við alls kyns reglugerðir og kerfiskarlar að gefa leyfi, tefja tímann og auka kostnað. Dýpkunarverktakarnir þyrftu að hafa duglega aðstoðarmenn og hraðskreiða bíla til að geta skilað verki á góðum tíma.

https://www.frjalstland.is/2018/02/21/dypkun-hafna-ad-drukkna/


Fransk-þýsk einstaklingsvernd

Sama hvað það kostar, ESB-reglur skulu settar á Íslandi: "---2016 skrifuðu forsetar Evrópuþingsins og -ráðsins (les ESB-þingsins og ráðsins) undir nýja evrópska (les ESB) persónuverndarlöggjöf en löggjöfin mun taka gildi þann 25. maí 2018 í Evrópu (les ESB) ---talinn hluti af EES-samningnum---" (þetta má lesa á heimasíðu Persónuverndar, hugtökunum Evrópa og ESB er ruglað saman).

Íslensk stjórnvöld koma ekki nálægt þessari lagasmíð sem er fyrir 400 milljóna manna svæði með ólíkum þjóðum þar sem meðal annas þarf að kljást við stór glæpafélög og hryðjuverk.

Engin áætlun um kostnað skattgreiðenda og fyrirtækja liggur fyrir.

https://www.frjalstland.is/2018/01/15/dyrari-skriffinnska/


Evrópusambandið þarf að stjórna leigubílaakstrinum

Eftirlitsstofnunin með hlýðni Íslands við EES (ESA) hefur fyrirskipað hvers konar aðilar skuli keyra leigubíla uppi á Íslandi "---samgönguráðherra benti---á að starfshópur væri m.a. að skoða hvaða breytingar þurfi að gera til að regluverkið um leigubílamarkað standist EES-samninginn---".

Þingmennirnir Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason og Ari Trausti Guðmundsson slógu varnagla og lýstu yfir áhyggjum yfir að fyrirtæki sem uppfylltu ekki kröfur almennings tækju yfir markaðinn.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/02/19/vilja_aukid_frelsi_a_leigubilamarkadi/


Lýðræðið íupplausn

Það eru ekki mörg lönd sem eru með fullkomið lýðræði. Norðurlöndin telja margir vera helstu lýðræðislöndin. Hvenig það er fundið er nokkuð flókið en þýðir á endanum að við virðum lýðræðislegar ákvarðanir árekstralaust, jafnvel þó lýðræðiskerfi okkar útiloki marga.

https://en.wikipedia.org/wiki/Democracy_Indexhttps

En völd lýðræðisstofnana eru hægt en örugglega að leysast upp í auknu valdi embættismanna. Kerfisræðið vex, stofnaveldið stjórnar okkur meir.

https://www.frjalstland.is/2018/02/19/lydraedid-i-upplausn/


Íslandsmet í mannfjölgun

Í fyrra var met í mannfjölgun í landinu, 10.103. Ekki það að Íslendingar séu duglegir að fjölga sér. Það er útlendingunum sem fjölgar, um 7.910 í fyrra, eru að verða 40.000. Íbúar Evrópusambandsins, um 500.000.000, haf aðgang að íslenskum vinnumarkaði gegnum EES, ekki furða þó slæðist einhverjir hingað. Okkar stjórnvöld sýna ekki tilþrif í að reyna að ráða við offjölgunina. Kannske endar með að landið treðst niður af ofbýli eins og hefur gerst annars staðar. Fyrir 100 árum voru ríflega 90.000 manns i landinu, nú tæplega 350.000!. Nærri fjórföldun á öld. Það er næstum eins og í þróunarlöndunum!

(Mannlíf, febrúar 2018, segir frá Tíu staðreyndum um Íslendinga).


Bjarni Ben farinn af stað

Bjarni Benediktsson hóf nýlega umræðu um helsta vandamál landsins, valdstjórn Evrópusambandsins hér. Í kjölfarið hafa fylgt umræður manna á meðal og í miðlum. Samtökin Frjálst land hafa fjallað um málið á heimasíðu samtakanna og víðar síðustu mánuði en þingræða Bjarna 6. feb. markar tímamót og nýjan áfanga í umræðunni sem hefur legið í láginni um langt skeið.

https://www.althingi.is/altext/raeda/148/rad20180206T144739.html


Fyrirskipaðar blekkingar

Íslensk fyrirtæki nota yfirleitt endurnýjanlega orku úr fallvötnum og jarðgufu. Nú er búið að gera þau að ómerkingum á pappírunum. Þegar þau eru beðin um að sanna mál sitt kemur í ljós að obbinn af raforkunni er úr kolum, olíu og jarðgasi! Það er að segja samkvæmt kerfi Evrópusambandsins á EES í bókhaldi Orkustofnunar.

https://www.frjalstland.is/2018/01/28/loggiltar-blekkingar-ees-um-orku/


EES-reglugerðir hrannast upp

Fyrstu 35 daga ársins setti stjórnarráðið 48 reglugerðir, 60% þeirra voru úr EES-tilskipunum. Í fyrra voru gefnar út 432 reglugerðir, 45% af þeim vegna valdsboða frá ESB vegna EES. Aðalstarf margra ráðuneyta er orðið að taka við EES-tilskipunum....

Kanada fékk betri samning en EES

EES-samningurinn er lélegur viðskiptasamningur. Samkvæmt skýrslu Utanríkisráðuneytisins: "---tryggir EES-samningurinn ekki fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir---" Og nú er Kanada búið að gera fríverslunarsamning við ESB sem er hagstæðari um...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband