Ljósin slokkna
29.11.2023 | 14:22
Evrópusambandið er að ganga af landbúnaðinum dauðum. Það eru ekki bara niðurgreiddar undirmálsvörur sem troðið er inn á markaðinn heldur eru "Evrópureglugerðirnar" að stúta bændunum.
"Ég hef engin vopn í hendi mér til bjargar í mjólkurframleiðslunni frekar en aðrir bændur sem fóru í tilneyddar fjárfestingar vegna Evrópureglugerða sem þvinguðu bændur, annað hvort að stefna á að hætta mjólkurframleiðslu eða byggja nýtt fjós. Mat ég það þannig, það að bera titilinn Gústi bóndi væri 250 milljóna króna skulda virði. - Við erum orðnir þrælar, hlekkjaðir við aðstæðurnar-"
https://www.dv.is/frettir/2023/11/25/agust-lysir-mikilli-neyd-ljosin-eru-ad-slokkna/
Þegar saga landbúnaðar á Íslandi er skoðuð kemur í ljós að kúabúskapur með íslenska kúakyninu, sem nam hér land fyrir 1150 árum, hefur verið meginstoð í íslenskri lífsbjörg alla tíð. Íslensku kýrnar hafa staðið sig vel og gefið af sér mjólk, osta og smjör með miklum afköstum og gera enn. Kristján Eldjárn rannsakaði Svarfaðardalinn, Árni Daníel Júlíusson segir frá rannsóknunum og sögu dalsins í bókinni Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals. Þar er sagt frá búskap og mikilvægi kúabúskaparins í gegnum aldirnar en nú horfir í að slökkt verði á ljósunum í fjósum íslenskra sveita í síðasta skiptið.
Þeir sem byggðu land og sveit Íslands fyrir 1150 árum voru ekki eins miklir skussar og nútíma Íslendingar sem eru að missa matarsjálfsnægt landsins í dauðakrumlurnar á erlendu valdabákni. Íslenskir bændur fluttu meira að segja út smjör og osta. En eftir að loftslagið tók að kólna upp úr 1130 fór landbúnaðurinn að hrörna. Það var það sem skapaði jarðveginn fyrir borgarastyrjöldina en henni var fjarstýrt af þáverandi valdabákni í Evrópu, Noregskóngi, sem svo hirti frelsi vort.
Bankarnir eru í höftum EES
27.11.2023 | 14:16
Við erum öll fjármálalögga! (Ingvar Smári Birgisson Mbl 27.11.2023)(við vorum einu sinni öll almannavarnir)!
Íslenskir bankar eru pikkfastir í reglugerðakviksyndi Evrópusambandsins/EES sem stjórnar því með einum 6 stofnunum. Evrópusambandið er svo hrætt við peningaþvætti að það hefur sett tímafrekar og þungar kvaðir á ekki bara banka heldur líka á almenning og fyrirtæki um að sjá um löggæslu og skriffinnsku gegn peningaþvætti. Þetta stjórnkerfi er al-evrópskt, ættað frá Austur-Þýsku leyniþjónustunni STASI.
Árangurinn er höft á nauðsynlegar fjárfestingar og viðskipti og eykur enn á fjármögnunarerfiðleika unga fólksins sem þarf húsnæði. Ekki á bætandi, regluverkið um byggingaframkvæmdir (smitað af EES-tilskipunum) er orðið svo umfangsmikið og kostnaðaraukandi að margir venjulegir borgarar geta ekki keypt þak yfir höfuðið (Gylfi Gíslason, Mbl 27.11.2023)
https://www.frjalstland.is/2023/11/27/bankarnir-eru-i-hoftum-evropusambandsins/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áróðursmiðlar
26.11.2023 | 23:45
RÚV færir okur fréttir af drónaárás Rússa á Kænugarð. https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-11-25-orrahrid-ad-kaenugardi-a-minningardegi-um-hungursneydina-398138
RÚV færir okkur ekki fréttir af drónaárás Úkraínumanna á Moskvu og aðrar rússneskar borgir, ekki einu sinni fréttir með áróðursívafi frá sínum eigin fyrirmyndum https://edition.cnn.com/2023/11/26/europe/russia-destroys-ukrainian-drones-moscow-intl/index.html
Lesendur hér og víða annars staðar á Vesturlöndum eiga erfitt með að gera sér rétta mynd af atburðum sem áróðursverksmiðjur Vesturlanda stjórna fréttunum frá. Þeir sem vilja fá nákvæmar hlutlausar fréttir verða grafa í mörgum vefsíðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kennitöluflakk ríkisins
24.11.2023 | 15:24
Hefurðu lesið um nýju "Loftslagsstofnun"? https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/URN/Loftslagsstofnun%20kynning%20%C3%A1%20frumvarpi.pdf
Hún hefur ekkert með loftslag að gera en er unnin uppúr óráðssvamli Evrópusambandsins, sem berst hingað vegna EES, og hönnuð af þekkingarskorti íslenskra stjórnvalda. Í raun er bara verið að breyta um nafn á Umhverfisstofnun og Orkustofnun að óþörfu. En það þarf að hlýða fyrirmælum í 3. orkupakkanum um að "raforkueftirlitið" sé sjálfstætt og taki engin fyrirmæli frá íslenskum stjórnvöldum, aðeins ESB/EES, "raforkueftirlitið" verður því "sjálfstæð" deild falin í Loftslagsstofnun.
Stofnanafinngálknið, sem lýræðisfirrt stjórnvöld Íslands eru stöðugt að efla gegn Íslendingum, bólgnar útfrá EES-samningnum og alíslenskri eymd. Og nú bætast við villandi og barnslegar nafngiftir á stofnanir sem leyna tilgangsleysi, undirlægjuhætti og hjátrú.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10 ára stríð
21.11.2023 | 12:39
Rússar hófu ekki Úkraínustríðið, það var ríkisstjórn Obama sem hóf það með valdaráni eftir að lögleg stjórn Úkraínu hafnaði Evrópusambandinu 21.11.2013 fyrir 10 árum. https://goachronicle.com/musk-says-ukraine-indeed-witnessed-coup-detat-in-2014/
Bandaríkjastjórn og aðilar úr NATO, ESB og nýnasistaflokkum Úkraínu komu leppstjórn til valda í lok febrúar 2014. Hún kom af stað borgarastyrjöld með hernaði gegn rússneskum borgurum Úkraínu sem Rússlandsher kom svo til varnar í lok febrúar 2022 en þá höfðu Bandaríkin og ESB hunsað allr umleitanir Rússa um frið.
Borgarastríðið breyttist í hreint árásarstríð NATO gegn Rússlandi þegar NATO fyrirskipaði Úkraínustjórn í apríl 2022 að staðfesta ekki friðarsamninga sem Ísrael og Tyrkland höfðu þá miðlað milli Rússlands og Úkraínu.
Meginfjölmiðlum í NATO- og ESB-löndum hefur tekist að halda uppi feluleik og falsfréttaflutningi um Úkraínustríðið í aratug en síðustu mánuði hafa blekkingarnar verið að afhjúpast og fleiri vita nú hverjir bera ábyrgð á 10 ára stríði í Úkraínu. https://www.frjalstland.is/2023/11/21/10-ara-strid/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
La La Land að tæmast
19.11.2023 | 14:09
40% hleðslustöðva í Kaliforníu virka ekki sagði blaðakona WSJ sem átti erfitt með að finna rafmagn á rafbílinn sem hún var á í himnaríki rafbílatískunnar. https://www.breitbart.com/tech/2023/11/15/no-juice-wsj-columnist-finds-40-of-ev-chargers-she-tried-in-la-county-were-out-of-service/?utm_source=substack&utm_medium=email
Íbúum Kaliforníu fækkar um 370.000 (eitt Ísland) á ári þrátt fyrir innflutning fólks frá Suðurameríku. Fleiri og fleiri flýja "grænu" tálsýnina sem er að eyðileggja lífsskilyrðin í draumaríkinu. Vaxandi fátækt og heimilisleysi, kostnaður nauðsynja hefur rokið upp. Og fyrirtækin fara burt með atvinnuna. Vanhæfir stjórnendur Kaliforníu eru að valda landauðn eins gjöfulasta ríkis Bandaríkjanna. https://www.heritage.org/progressivism/commentary/why-are-so-many-residents-fleeing-california
Þeir hittust í Frisco í La La Landi mistakaforsetinn og Kínaforsetinn og skiptust á loforðum um að afnema jarðeldsneyti en fara alfarið í "græna" orku svo Kína geti grætt enn meira á að selja vindmyllur, sólarpanela og rafbíla til Bandaríkjanna. Kínverjar eru að byggja fjölda kolaorkuvera, m.a. í fjarlægum löndum og láta Kanana ekki stjórna því. https://www.foxnews.com/politics/experts-raise-alarm-biden-strikes-agreement-china-shut-down-fossil-fuels
Svo lofar Kína að minnka söluna á fentanylhráefnum enda alveg eins gott að kínversku fyrirtækin láti framleiða þau í öðrum löndum og selji þaðan til Ameríku þar sem dóu um 106.000 (nærri því ein Reykjavík) 2021 af yfirskammti af eiturlyfjum, aðallega fentanyl. https://www.npr.org/2023/11/15/1212994576/biden-china-xi-san-francisco
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að flosna upp
17.11.2023 | 12:53
Við erum búin að missa stjórn á landbúnaðinum. Sveitafólk Íslands flosnar upp eins og á jaðarsvæðum ESB/EES.
Hefur þú tekið eftir að matvöruverslanir hér eru alltaf fullar af innfluttu grænmeti og matvælum eins og framleidd eru hér?
Veistu að flutt eru inn niðurgreidd og undirmálsmatvæli frá ESB/EES?
Veistu að það er meiri hætta á sýklum í matvælum frá ESB/EES, jafnvel sýklalyfjaþolnum sýklum?
Veistu að matvæli frá ESB/EES innihalda meir af eiturefnum en íslensk?
Veistu að auðmenn í EES mega kaupa jarðir hér í samkeppni við Íslendinga?
Veistu hvaða þjóðir hafa besta heilsu? Svar: Litlar norrænar og fjallaþjóðir sem styrkja og vernda sinn landbúnað, Noregur, Ísland, Svíþjóð, Sviss.
Veistu að landbúnaður veitir þúsundum störf?
Veistu að afskipti, regluverk og innflutningur frá ESB/EES standa landbúnaði Íslands fyrir þrifum?
https://www.frjalstland.is/2020/05/31/endurreisn-landbunadarins-fljotvirk-efnahagsadgerd/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Barnadráp
15.11.2023 | 16:04
Óhugnaður barnadrápa er sýndur í sjónvarpinu daglega frá Miðjarðarhafsbotni. En það er ekki það eina. Human Rights Watch ásakar Úkraínu um fjölda brota á Ottawa samþykktinni um bann við notkun klasasprengja og jarðsprengja sem granda og limlesta almenna borgara og sérstaklega börn í þúsundatali.
Mark Hiznay segir: "-Það eru miklar sannanir fyrir að Úkraína hafi brotið Ottawa-samþykktina frá 1997-"
Það hefur verið vitað að NATO og ESB láta Úkraínustjórn nota ólögleg vopn. Það sem er sérstakt nú er að stofnun á Vesturlöndum þorir að segja sannleikanna beint út um hryðjuverk Úkraínustjórnar.
https://www.hrw.org/news/2023/06/30/ukraine-promises-inquiry-banned-landmine-use
Sjá einnig:
https://reliefweb.int/report/world/landmine-monitor-2023-enar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðurlöndum til skammar
13.11.2023 | 14:45
Norðurlandaráð er orðið klappstýra stríðslandanna í NATO og ESB. Stefna ráðsins sýnir að það veit ekki hverjir eru hagsmunir Norðurlanda (Mbl.13.11.2023)
Nýr formaður segir: "-djarft að setja varnarmál í forgang-".
Það þýðir að auka á stríðsmang og hernaðarbrambolt í samstarfi við stríðsþjóðir NATO og ESB, aðallega Bandaríkin og Bretland en Þýskaland er aftur komið og þýskir skriðdrekar komnir að landamærum Rússlands eins og á dögum Þriðja ríkisins.
"Norðrið er að stórum hluta innan landamæra Rússlands sem nú reka stríð í Úkraínu-"
Það rétta er að 54% norðurheimskautssvæðisins er rússneskt. Það voru Bandaríkin og þeirra kjölturakkar í ESB sem hófu stríðsreksturinn í Úkraínu 2013 með hernaði gegn rússneskum íbúum Úkraínu sem Rússland telur sig þurfa að verja. Blóðuga valdaránið í Úkraínu
Heimskan að reka bábiljustjórnmál loftslagssvindlaranna, stríðsstefnu hernaðarþjóða og að hatast við langstærsta norðurslóðalandið, sem hefur sýnt Norðurlöndum vinsemd frekar en stríð, er sönnun þess að Norðurlandaráð er komið langt út af sporinu og væri betra að loka því en að það vinni í að spilla nágrannasamvinnu og friði.
Samkvæmt formanninum: "Á heimskautasvæðunum er hlýnun loftslags að jafnaði fjórum sinnum hraðari en annarsstaðrar í veröldinni"!
Það rétta er að það er engin hlýnun á Norðurskautssvæðinu heldur kólnun. Þrátt fyrir vaxandi hafís halda Rússar siglingaleiðinni norðurfyrir Rússland opinni með síöflugri ísbrjótum.
Grænlendingar, sem eiga einn stærsta hlutann af norðurheimskautssvæðinu, eru orðnir leiðir á blaðrinu í Norðurlandaráði og ætla ekki að mæta nema þeir fái lýðræðislegt vægi. Grænlendingar eru ekki sömu aukvisarnir og allflestir Norðurlandaráðamenn, þeir eru eina Norðurlandaþjóðin sem hefur haft kjark til þess að segja sig úr ESB/EES og munu sem þátttakendur í Norðurlandaráði væntanlega verða til þess að blaðurklúbburinn færi sig yfir í að vinna að hagsmunum Norðurlanda en ekki að hanga aftaní vopnamöngurum NATO og ESB.
Norðurlandaráð er orðið dindill stríðsþjóðanna og Norðurlöndum til skammar um heimsbyggðina sem er farin að þekkja "varnarmál" og "forustu" NATO og ESB-landa.
Evrópumál | Breytt 14.11.2023 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frakki syngur
11.11.2023 | 14:18
Frakklandsforseti steig framfyrir stríðsmangarakór NATO og ESB og söng með skírum tón að Ísraelar verði að hætta að drepa börn. En tók fram að Ísrael yrði að geta varið sig.
Frakkar hafa áður sýnt sjálfstæði gagnvart stríðsmangi NATO, Bandaríkjanna og Bretlands. Þeirra merkasti stjórnmálamaður á síðustu öld, DeGaulle, dró Frakkland úr hernaðarsamstarfi NATO 1966.
Þó Macron sé enginn DeGaulle sýndi hann kjark, Frakkland hefur nú um árabil verið einn af undirsátum stríðsbáknsins í Washington og hefur upp á síðkastið tekið upp hernaðarstefnu Evrópusmabandsins sem er tilefnislaust bruðl en hvatt áfram af Bandaríkjunum sem hafa yfirstjórn á hernaði Ísraela. Einsöngsatriði Macron nú gæti auðveldað afnám hernaðarbandalagsins.
Í vitlausu liði
9.11.2023 | 16:16
Evrópumál | Breytt 10.11.2023 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fallbyssufóðrið að klárast
7.11.2023 | 13:29
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vindmylluverkefni fjúka
5.11.2023 | 16:07
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Noregur gefst upp
3.11.2023 | 14:58
Montið í Brussel
2.11.2023 | 13:30
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)