Endalok leppanna í Úkraínu
23.4.2025 | 20:12
Endalok leppstjórnar NATO/ESB í Kænugarði eru nú óumflýjanleg. Trump hefur lagt fram friðartillögur sem leppstjórnin hafnar. Evrópusambandsbullurnar ætluðu að láta Bandaríkin samþykkja glórulausa "friðarsamninga" og "friðargæslusveitir NATO" á fundi í London í dag. En hvorki utanríkisráðherra Bandaríkjanna né samningamaður Trump mættu.
En varaforseti Trump sagði: "Annaðhvort samþykkið þið þessar friðartillögur eða Bandaríkin hætta að reyna að miðla!" https://www.foxnews.com/video/6371825132112
Meira að segja alræmdustu falsfréttamiðlarnir (s.s. BBC) eru farnir að átta sig á hægt og hægt hvað er að gerast í þessu 11 ára gamla stríði NATO-ESB gegn Rússlandi sem þeir hafa stöðugt útvarpað rangfærslum um https://www.bbc.com/news/articles/c78jx68d922o
Krímverjar hafa reynt að losa sig frá Kænugarðsstjórninni alveg síðan Ráðstjórnarríkin leystust upp en sætt ofbeldi og morðtilraunum á sínum forustumönnum. En þegar nýnasistarnir og Obamastjórnin höfðu framið valdarán í Úkraínu 2014 héldu Krímverjar þjóðaratkvæðagreiðslu 16.3.2014 og ákváðu með miklum meirihluta að sameinast Rússlandi sem falsfréttamiðlarnir kölluðu "innlimun Rússa"! Evrópusambandið ætlaði sér að innlima Krím og sendi Íslandi tilskipanir um að fara í refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna "innlimunar Krím" sem svo varð til þess að Ísland missti eina sína bestu viðskiptaþjóð! Hversu heimskir mega íslenskir stjórnendur vera?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.4.2025 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fá landsölumenn eyjarnar?
22.4.2025 | 13:01
Nú eru okkar óforsjálu stjórnvöld að undirbúa að eyjar við Ísland verði eign manna, landeigenda, sem geta braskað með þær, en ekki eign þjóðarinnar. Með því er verið að bjóða heim samskonar braski með íslenskar landareignir og auðlindir og gráðugir landeigendur, landsölumenn, hafa stundað eftir að okkar stjórnvöld misstu stjórn á eignum landsmanna með EES-samningnum 1993.
Um leið og landareignir EES-landa verða einkaeign eru þær orðnar aðgengilegar hvers kyns gróðabröllurum og erlendum aðilum, óþjóðhollir og gráðugir landeigendur selja landareignir Íslands hæstbjóðanda eins og dæmin sýna. Stjórnvöld geta ekkert gert nema setja einhver sýndarlög sem engu breyta.
"Óbyggðanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að hluti krafna ríkisins um að eyjar og sker við landið verði þjóðlendur eigi ekki við rök að styðjast og er vísað í því samhengi til ákvæða í lögbókinni Jónsbók sem leidd var í lög árið 1281".
Þetta eru slæm rök. Þó gömlu lögbækurnar, Grágás og Jónsbók, séu mun betri en lagaflækjunar sem við fáum með EES-tilskipununum, þá er Jónsbók lögleidd eftir að Noregskóngar höfðu tekið völdin á Íslandi og því ekki með hagsmuni íslenskrar þjóðar að leiðarljósi. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/04/19/a_lika_vid_um_vestmannaeyjar/ir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vopnahlé fyrir Úkraínu
20.4.2025 | 13:06
Rússar gerðu páskavopnahlé í gær í bardögunum við NATO/Úkraínu-herinn við landamæri Rússlands. Eins og við var að búast hefur Úkraína þegar margbrotið vopnahléið. Lygaframleiðsla Úkraínu og vestrænna fjölmiðla, sem jafnan vitna í Zelenski, fór strax af stað, eins og áður undir fölsku flaggi "hlutlausrar fréttamennsku" https://www.nytimes.com/2025/04/20/world/europe/ukraine-russia-easter-truce.html
Þann 18 mars sömdu Bandaríkin og Rússland um 30 daga vopnahlé gegn orkuinnviðum, Úkraínustjórn braut það strax.
Að bjóða Úkraínustjórn vopnahlé er eins og að klappa óðum hundi, hann bítur þig! Leppstjórn Úkraínu hefur ekki staðið við nein friðarloforð eða samninga. Það verður enginn friður kringum Úkraínu nema her landsins verði leystur upp og lýðræðið endurreist og nýnasistaklíkan sem situr í Kænugarði verði sett af og NATO-ESB hætti að æsa Úkraínumenn til stríðs.
Ísland þarf, öryggis landsmanna vegna, að segja sig frá stríðsþátttöku og hefja endurreisn eðlilegra samskipta við lönd heimsins. https://www.frjalstland.is/2025/04/19/staersta-ognin-vid-island/
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 21.4.2025 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Regluvædd út
18.4.2025 | 12:20
"Evrópa hefur regluvætt sig úr samkeppni-" segir Heiðrún hjá samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu (Evrópa þýðir hjá henni Evrópusambandið og EES, það er ESB sem sendir tilskipanirnar og við, EES, hlýðum) -"Við vonum að Evrópa (les ESB) fari að taka sig til og raunverulega fari aðeins að spóla til baka-" https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/04/17/evropa_hefur_regluvaett_sig_ur_samkeppni/
Þarna koma fram frómar óskir undirsátanna, máttleysisð er algert gegn yfirvaldi Evrópusambandsins, EES-tilskipununum. Það sem þarf að gera og liggur beint við er að segja Ísland frá EES-samningnum og afnema reglufarganið frá ESB. Regluverk Evrópusambandsins hefur þegar orðið til þess að íslenska bankakerfið var lagt í rúst einu sinni og er nú að gera það óhæft til að þjóna Íslendingum vegna óþarfrar skriffinnsku og eltingaleik við dillurnar frá Brussel.
Ísland er með eigin gjaldmiðil og sjálfstæða peningamálastefnu og aðili að alþjóðlegum fjármálastofnunum, s.s. Alþjóðabankanum, IMF, IFC. Að láta regluverk ESB stýra bankakerfinu er bæði óþarft og hamlandi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mannfórnir
15.4.2025 | 15:03
Kænugarðsstjórnin fórnar almennum borgurum og kennir Rússum um dauða þeirra
-Um mánaðarmótin mars/apríl 2022 fundust hundruðir líka í bænum Bucha eftir morðæði úkraínskra hermanna. Upptökum af sviðsetningunni var dreift til falsfréttamiðla á Vesturlöndum. Úkraínustjórn kenndi Rússum um sem varð til þess að NATO (Boris Johnson) bannaði Zelenski að skrifa undir Istambul-friðarsamningana.
-Í byrjun mars 2025 skutu Rússar flugskeytum á verustað NATO-hermanna í Krivoy Rog og felldu um 85 en Kænugarðsstjórn sá til að almennir borgarar voru nálægt svo að um tveir tugir þeirra týndu lífi.
-Á sunnudaginn var (pálmasunnudag) sprengdu Rússar um 60 NATO-hermenn, málaliða og Úkraínuhermenn sem safnað hafði verið saman í Sumy við landamæri Kursk þar sem Úkraínuher hafði stundað manndráp frá því í ágúst leið. Yfirmenn hersins sáu til þess að fundarstaður hermanna var á svæði almennings þó að svæðisstjórn Sumy hafi sagt þeim að halda ekki herfundi á svæðum almennings. Þingmenn Úkraínu kenna herstjórninni um hvernig fór og Zelensky varð að reka svæðisstjóra hersins. https://www.rt.com/russia/615758-sumy-strike-nato-ukrainian-officers/
Úkraínuleppstjórnin fórnar almennum borgurum til þess að geta kennt Rússum um. Zelenskistjórnin stendur ekki við neina samninga, síðast braut hún samning Trump og Putin um að sprengja ekki orkuinnviði. Tilgangurinn er að spilla friðarumleitunum.
Hvað Ísland varðar er ógnvekjandi að þrælslund utanríkisráðherra/frúar Íslands er að láta ESB/NATO bullurnar kjafta Ísland inn á stríðsmangið og áframhald Úkraínustríðsins.
Merz, kanslari Þýskalands er kominn í lið Makronapoleons og Breta-Starmerar, og ætlar að senda langdrægar flaugar til Úkraínunasistanna. https://www.youtube.com/watch?v=FSWzBTN18Bc.
Rússar segja að hann sé nasisti, þeir gleyma ekki að þýskir nasistar drápu 27 milljónir Rússa í síðasta stríði.
Það gegnur hægt hjá Trump að stöðva "stríð Biden og Zelenski" eins og hann kallar það. Trump er vel kunnugt um að það var ríkisstjórn Barak Obama og Joe Biden sem hóf stríðið með valdaráni og árásum á rússneska íbúa Austur-Úkraínu fyrir 11 árum. Og Biden efldi það eftir að honum hafði verið svindlað á forsetastólinn 2020 og beitti kabaretleikaranum og nýnasistunum í Kænugarði sem verktaka.
Trump gæti auðveldlega stöðvað stríðið með því að stöðva vopnasendingar og kalla sína hermenn og ráðgjafa heim. En djúpríki Bandaríkjanna er enn ekki búið að viðurkenna að stríð Obama, Biden og Zelenski er tapað. Og NATO og ESB-pótentátarnir skilja ekki enn að þeim hefur mistekist að innlima Úkraínu í sín úreltu samtök.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2025 kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB fjármagnar áróðurinn
14.4.2025 | 13:31
Áróður RÚV fyrir Evrópusambandið og EES-tilskipanirnar þaðan um "umhverfismál" er meiningin að Evrópusambandið fjármagni með miklum styrkjum. Ingvar Smári Birgisson, stjórnarmaður RÚV, varar við þessum afskiptum af dagskrá RÚV:
"Með því að þiggja styrki frá Evrópusambandinu í tengslum við umfjöllun um innleiðingu tilskipana getur stofnunin eðli málsins samkvæmt rýrt trúverðugleika sinn síðar meir - Það er alltaf varhugavert að taka við styrkjum frá sjóðum erlendra ríkja sér í lagi ef umræddir sjóðir hafa verið notaðir til að fjármagna áróðursstarfsemi" https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/04/14/evropustyrkir_til_ruv_athugaverdir/
Trúverðugleika RÚV þyrfti að efla en ekki rýra enn meir. Það er af nógu að taka í áróðursdagskrám RÚV, ekki síst um sk. umhverfismál og ekki allt frá ESB. Oft koma náttúrulífsmyndir frá t.d. BBC, tæknilega fullkomnar og með rödd umhverfistrúarpávans David Attenborough, þær enda jafnan á að hann segir að allt náttúrulífið sé dauðadæmt vegna koltvísýringslosunar mannkyns!
ESB fjármagnar margs konar "verkefni" hér sem eru í þágu þess og oft notuð til áróðurs eða vinaöflunar. Háskólarnir ættu að leggja sína "verkefna-" og áróðursfjármögnun á borðið svo fólk viti hvaðan hún kemur. Og fleiri sem áhrif og völd hafa í íslensku þjóðlífi þyrftu að útskýra sína fjármögnun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stríðsæsingar Breta
12.4.2025 | 15:42
Harry Bretaprins er kominn til Úkraínu, ekki seinna vænna, allir helstu ráðherrar Breta hafa heimsótt nýnasistaklíkuna í Kænugarði og jafnvel gert "varnarsamning" við þá. Úkraína gerði friðarsamning við Rússa 2022 en þá kom Boris Johnson og sagði þeim að skrifa ekki undir.
Forsætisráðherra Breta og forseti Frakklands, leiðtogar sem minna en 1/4 þjóða þeirra styður, boða sína trúfélaga til sifelldra funda til þess að safna liði til að senda inn í Úkraínu undir yfirskini "friðargæslu". Okkar frýr eru látnar mæta. Búið er að tryggja eina 4 þátttakendur sem eru auðvitað Bretar, Frakkar og svo einhver Tataralýðveldi við Eystrasaltið. Allt NATO-lönd illa haldin af Rússahræðslu.
Bretar hafa verið að taka við hernaðinum í Úkraínu gegn Rússlandi af Bandaríkjunum smám saman. Þeir stjórna árásum og útvega vopn og hermenn sem kunna á vopnin, og njósnir. Meðan breska þjóðin sekkur í æ dýpra í volæði, kolefnishlutleysi og orkuskort geta stjórnvöld eytt síðustu aurunum í hernað. Eins og Bretastjórn hefur reyndar gert í ein 500 ár, þeir missa ekki af tækifærum til að komast í strið! https://www.thetimes.com/uk/defence/article/the-untold-story-of-british-military-chiefs-crucial-role-in-ukraine-3j2zpgrxg
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.4.2025 kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hringavitleysuhagkerfið
10.4.2025 | 13:03
ESA, skrifstofan sem sér um að senda hótunarbréf til Íslands (og Noregs og Liechtenstein) með ásökunum um að löndin hafi brotið hinn alræmda EES-samning https://www.eftasurv.int/
sendi nú Íslandi bréf um brot á hringrásarhagkerfinu sem er eitthvert ógáfulegasta úrgangskefi sem upp hefur verið skáldað, ónothæft hér á skerinu en úrgangur veldur vanda í ESB enda sumsstaðar 300 sinnum fleiri íbúar á ferkílómeter en hér. https://www.eftasurv.int/newsroom/updates/esa-opens-infringement-proceedings-takes-iceland-court-failing-comply-eea-rules
DV segir frá
Úrgangsmál Íslands eru auðveld viðureignar vegna stærðar landsins og staðsetningar úti í úthafi. Sjálfstæð fyrirtæki geta nýtt það sem einhver glóra er í að endurnýta, til dæmis málma. Afganginn á að urða þar sem gerlar moldarinnar brjóta niður, hringrása, úrganginum. Eða að brenna honum sem hringrásar kolefninu út í lofthjúpinn sem koltvísýringi þar sem gróður jarðar tekur hann og framleiðir mat úr honum. Alveg án aðkomu Evrópusambandsins/EES eða einhverra heimskra umhverfisverndarhræsnara.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úkraínuflugskeyti á Trump?
9.4.2025 | 16:00
Geðsjúklingurinn sem reyndi að myrða Trump síðastliðið haust reyndi að kaupa flugskeyti frá nýnasistaklíkunni í Úkraínu til að nota við verknaðinn, segir bandaríska dómsmálaráðuneytið. Það mistókst og deli var handsamaður með skotvopn nálægt golfvelli Trumps í Florida og bíður nú réttarhalda í fangelsi.
Fróðir menn um bandarísk málefni hafa lengi sagt að reynt verði að myrða Trump. Fjölmiðlarnir hafa sagt frá tveim slíkum tilraunum en fleiri hafa verið í undirbúningi.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ófróðir sérfræðingar
7.4.2025 | 17:36
Broslegir sérfræðingar hrópa nú hver í kapp við annan að Trump sé að stofna til viðskiptastríðs og valda heimskreppu (þeir fleipurgjörnustu, eins og Paul Krugman, eru Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði!) Þeir skilja greinilega akki hvað forsetinn er að gera með að setja tolla á innflutning.
Stjórn hinna nýju Bandaríkja hóf að setja tolla á innflutning fljótlega eftir stofnunina 1776. Þeir voru látnir vaxa og urðu til þess að bandarísk fyrirtæki fengu að vaxa, bandarískur iðnaður tók heimsforurstu í skjóli þeirra. Með heimsstyrjöldinni síðari tóku tollarnir að lækka og hafa Bandaríkin leyft sínum skjólstæðingum að selja allt mögulegt til Bandaríkjanna án teljandi álaga síðan þó sumir þeirra hafi lagt mikla tolla á amerískar vörur. Bandarískur almenningur þurfti ekki að borga tekjuskatt að ráði fyrr en fjármagna þurfti stríðsrekstur seinni heimsstyrjaldarinnar, innflutningstollar gáfu lengi miklar tekjur til alríkisins.
Það minnkar nú gróðinn hjá bröskurunum á Wall Street, þeir gætu jafnvel farið að kaupa ríkisskuldabréf. Og vextirnir gætu lækkað sem yrði stórgróði fyrir ríkissjóð sem skuldar 36.000 miljarða dala og mokar út vaxtagreiðslum. Og svo fara að koma meiri skatttekjur af innlendum fyrirtækjum sem eru komin í skjól fyrir ódýrum innfluttum varningi.
Reynsla Ameríku af innflutningstollum er góð. Trump veit það, háværu sérfræðingarnir komast að því síðar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2025 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt hernaðarbandalag
5.4.2025 | 13:18
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við viljum fríverslun!
3.4.2025 | 18:41
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barnalegir þingmenn
1.4.2025 | 14:48
Evrópumál | Breytt 2.4.2025 kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ógnin við Ísland
29.3.2025 | 21:20
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB vill ekki frið
28.3.2025 | 12:51
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)