Er löggjafavald ESB eðlisfræðilögmál?

  Tímaritið Economist líkir löggjafavaldi ESB við eðlisfræðilögmál Newton. Það sem hreyfist verði ekki stöðvað.ESB valtar yfir aðildarríki.

Það sama á við Ísland. Alþingi er stimpilpúði fyrir lagasmíði ESB á öllum sviðum samfélagsins. Það má ekki breyta einum stafkrók í tilskipunum ESB en alþingismenn láta sér það vel lynda. Ef tilskipanir ESB eru ekki teknar upp ríður refsivöndur ESA yfir bak ráðuneytanna og embættismenn. ESB-lög hrannast upp.

  20201128_EUD000_0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB setur engin lög nema öll aðildarríki samþykki. Neiti eitt þá verða lögin ekki sett. Ríkjunum er því í sjálfsvald sett hvort ESB "valti yfir þau". Við ákváðum að njóta þess sem ESB hefur að bjóða en standa utan ESB, taka upp lög þess og hafa ekki þennan neitunarrétt og ekki fulltrúa á þingi þess.

Vagn (IP-tala skráð) 5.12.2020 kl. 17:13

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Mér sýnist að Vagn þurfi að lesa greinina sem vitnað er til. Þegar þeim lestri er lokið væri tilvalið fyrir hann að lesa sér til um "qualified majority voting", sem er nokkuð þekkt fyrirkomulag innan "Sambandsins".

WikiPedia er t.d. með smá fróðleik hér:  https://en.wikipedia.org/wiki/Voting_in_the_Council_of_the_European_Union

G. Tómas Gunnarsson, 5.12.2020 kl. 20:21

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hvaða ESB ríki vill skapa sér óvild yfirstjórnar ESB með því að beita neitunarvaldi sínu? Ríkin sem ganga inn samþykkja að láta "valta yfir sig". Hversu oft í sögu ESB hefur neitunarréttinum verið beitt í stórum eða smáum málum? Hvað gera þessir fulltrúar smáríkjanna á Evrópuþingunum? Jú, þeir geta kvakað í samræmi við vilja yfirstjórnarinnar og keypt sér þá örlitla velvild eða að öðrum kosti lent í óþægilegum kringumstæðum. 

Þetta er orðið svo augljóst með útgöngu Breta, þeim er settur stóllinn fyrir dyrnar í hvívetna, og það er varla hægt að ganga út. 

Hins vegar yrði ESB góður kirkjugarður fyrir Íslendinga eins og aðrar vestrænar þjóðir sem vilja láta aðra stjórna sér, því kostirnir við inngöngu eru miklir, ef allir eru tilbúnir að hlýða reglunum. Íslendingar eru hlýðin þjóð, svo af hverju ætti það ekki að ganga? 

Vilji menn sjálfstæði er rétt að ganga úr Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. Þá yrði líka unga fólkið að vera tilbúið að leggja á sig líf í sveitunum, sem gæti verið skemmtilegt og uppbyggilegt. Unga fólkið ber ábyrgðina, gamalt og miðaldra fólk þarf hjálp við sína sjálfstæðisbaráttu.

Evrópusambandið verður auðvitað ekki eilíft sama hvernig það rembist. Þar er nefnilega ekki þjóðremba á ferðinni heldur valdaremba.

Ingólfur Sigurðsson, 5.12.2020 kl. 21:27

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ESB hefur ekki löggjafarvald á Íslandi.

Skyldan til að innleiða (sumar) tilskipanir og reglugerðir ESB felst í EES samningnum, sem Ísland undirritaði sjálfviljugt án þess að neinn hafi verið þvingaður til þess eða "valtað yfir" neinn.

Að sjálfsögðu ber Íslandi að virða þá alþjóðasamninga sem ríkið hefur undirgengist, eða segja sig annars frá þeim.

Við ráðum þessu nefninlega sjálf. Það er fullveldi.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2020 kl. 23:19

5 identicon

"qualified majority voting", er nokkuð þekkt fyrirkomulag innan sumra stofnana "Sambandsins", helst þar sem ráðherrar ríkja koma saman. En "qualified majority voting" er ekki heimilt við lagasetningu á þinginu, en það er þingið sem setur lögin og þingmenn eru kosnir af almenningi í hverju ríki fyrir sig. Ráðherraráðið, sem þú vísar til, hefur ekki vald til að setja lög. Vilji þeir eitthvað samþykkt sem lög þá þarf þingið að samþykkja þau. Þeir sem eru þá að "valta yfir" Pólland og Ungverjaland eru þingmenn kjörnir af almenningi en ekki valdhöfum. Sjálfstæði valdhafa er ógnað því almenningur kaus þingmenn sem ekki eru á bandi valdhafa.

Það er ekki hræðsla við óvild yfirstjórnar ESB sem veldur því að  neitunarvaldi er nær aldrei beitt. Lagafrumvörp eru einfaldlega búin að fara í gegnum nefndir, ráð, ríkisstofnanir og þingflokka áður og hvernig þingmenn ætla sér að kjósa er fyrirfram vitað. Lög sem einhver ætlar að hafna eru ekki sett á dagskrá þingsins.     Hvað gera þessir fulltrúar smáríkjanna á Evrópuþingunum? Jú, þeir gæta hagsmuna sinna kjósenda en ekki ráðamanna í viðkomandi ríki. Yfirstjórn ESB, eins og ríkisstjórnirnar, hefur ekkert vald til að koma þingmönnum í óþægilegar kringumstæður og þingmenn þurfa ekki að kaupa sér velvild yfirstjórnar. Mörgum þykir það hið versta mál og kalla það að valta yfir þjóðir og telja það aðför að sjálfstæði þjóða þegar þingmenn ESB, kjörnir af almenningi, setja lög sem hefta ráðamenn í að valta yfir almenning.     Það sem er orðið augljóst með útgöngu Breta er að útganga er auðveld, en að ekki verður bæði haldið og sleppt. Og Evrópusambandinu ber engin skylda til að gera Bretum útgönguna hagstæða með fríum undanþágum og eftirgjöfum. Bretar eru ekki í ESB og hagsmunir Breta eru ekki lengur neitt sem ESB þarf að gæta. Hlutverk samninganefndar ESB er núna að fá sem mest fyrir meðlimi ESB frá Bretum fyrir sem minnst og gefa ekkert.

Vagn (IP-tala skráð) 5.12.2020 kl. 23:50

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eins og svo margt annað í sambandi við "Sambandið" eru "prósessinn" ekki nauðsynlega einfaldur.

En að sjálfsögðu hefur ekkert ríki "neitunarvald" á þingi "Sambandsins". 

En þingið hefur ekki leyfi til að "hefja" neina lagasetningu.  Einhver skýrasti texti sem ég hef rekist á hvað varðar lagasetningu í Evrópusambandinu, er eftirfarandi:

"To make new legislation, TFEU article 294 defines the "ordinary legislative procedure" that applies for most EU acts.[73] The essence is there are three readings, starting with a Commission proposal, where the Parliament must vote by a majority of all MEPs (not just those present) to block or suggest changes, and the Council must vote by qualified majority to approve changes, but by unanimity to block Commission amendment.[74] Where the different institutions cannot agree at any stage, a "Conciliation Committee" is convened, representing MEPs, ministers and the Commission to try to get agreement on a joint text: if this works, it will be sent back to the Parliament and Council to approve by absolute and qualified majority. This means, legislation can be blocked by a majority in Parliament, a minority in the Council, and a majority in the Commission: it is harder to change EU law than for it to stay the same. A different procedure exists for budgets.[75] For "enhanced cooperation" among a sub-set of at least member states, authorisation must be given by the Council.[76] Member state governments should be informed by the Commission at the outset before any proposals start the legislative procedure."

Ef þessi texti er lesinn, sést að auðvitað er hægt að "valta" yfir aðildarríki, sérstaklega þau smærri.

En vissuleg hefur í gegnum tíðina verið ýmislegt lagt á sig til að ná samstöðu.

G. Tómas Gunnarsson, 6.12.2020 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband